Veldu dag­setn­ingu
Yf­ir­lit

10. des­em­ber

All­ir hjálp­ast að

 

Í Barna­sátt­mál­an­um stend­ur að öll börn eigi sömu rétt­indi. Sér­stak­lega er tek­ið fram að börn með fötl­un eigi rétt á að lifa við að­stæð­ur sem geri þeim kleift að lifa eins góðu lífi í sam­fé­lag­inu og völ er á. Því mið­ur er þetta ekki alltaf raun­in og í þró­un­ar­lönd­un­um er mik­ill meiri­hluti barna með fötl­un sem fær ekki að fara í skóla. Sum lönd út­vega ekki þjón­ustu fyr­ir for­eldra með fötl­un svo þeir geti séð um sig og fjöl­skyld­ur sín­ar. Í þeim lönd­um lend­ir það oft á börn­un­um að hjálpa for­eldr­um sín­um.

En þó for­eldr­ar geti ekki unn­ið vegna fötl­un­ar þá eru þeir al­veg jafn góð­ir for­eldr­ar. Þeir þurfa bara á að­stoð að halda. Þess vegna hjálpa SOS Barna­þorp­in slík­um fjöl­skyld­um svo börn­in geti búið hjá for­eldr­um sín­um, far­ið í skóla og lið­ið vel. Í mynd­bandi dags­ins kynn­ist þið einni slíkri fjöl­skyldu. Þið kynn­ist Tu Tho og mömmu henn­ar sem get­ur ekki leng­ur gert sömu hluti og hún gat áður. Það þýð­ir að Tu Tho þarf að hjálpa mik­ið til. En hún á líka góða ömmu, ná­granna og bestu vin­konu sem eru henni inn­an hand­ar.

Umræðupunktar

  • Tu Tho þarf að að­stoða með mörg heim­il­is­verk eft­ir að mamma henn­ar missti sjón­ina. Finnst ykk­ur hún þurfa að gera mik­ið? Hvar ligg­ur lín­an milli þess að hjálpa til heima fyr­ir og barna­vinnu?
  • Hvað ger­ið þið til að hjálpa til heima hjá ykk­ur?
  • Hvers vegna er mik­il­vægt að við hjálp­umst öll að?
  • Vit­ið þið um ein­hvern sem þyrfti á að­stoð að halda sem þið gæt­uð hjálp­að?

Stafarugl dagsins:
Hvað heit­ir besta vin­kona Tu Tho?
Bók­staf­ur 3 fer í reit nr. 15