10. desember
Allir hjálpast að
Í Barnasáttmálanum stendur að öll börn eigi sömu réttindi. Sérstaklega er tekið fram að börn með fötlun eigi rétt á að lifa við aðstæður sem geri þeim kleift að lifa eins góðu lífi í samfélaginu og völ er á. Því miður er þetta ekki alltaf raunin og í þróunarlöndunum er mikill meirihluti barna með fötlun sem fær ekki að fara í skóla. Sum lönd útvega ekki þjónustu fyrir foreldra með fötlun svo þeir geti séð um sig og fjölskyldur sínar. Í þeim löndum lendir það oft á börnunum að hjálpa foreldrum sínum.
En þó foreldrar geti ekki unnið vegna fötlunar þá eru þeir alveg jafn góðir foreldrar. Þeir þurfa bara á aðstoð að halda. Þess vegna hjálpa SOS Barnaþorpin slíkum fjölskyldum svo börnin geti búið hjá foreldrum sínum, farið í skóla og liðið vel. Í myndbandi dagsins kynnist þið einni slíkri fjölskyldu. Þið kynnist Tu Tho og mömmu hennar sem getur ekki lengur gert sömu hluti og hún gat áður. Það þýðir að Tu Tho þarf að hjálpa mikið til. En hún á líka góða ömmu, nágranna og bestu vinkonu sem eru henni innan handar.
Umræðupunktar
- Tu Tho þarf að aðstoða með mörg heimilisverk eftir að mamma hennar missti sjónina. Finnst ykkur hún þurfa að gera mikið? Hvar liggur línan milli þess að hjálpa til heima fyrir og barnavinnu?
- Hvað gerið þið til að hjálpa til heima hjá ykkur?
- Hvers vegna er mikilvægt að við hjálpumst öll að?
- Vitið þið um einhvern sem þyrfti á aðstoð að halda sem þið gætuð hjálpað?
Stafarugl dagsins:
Hvað heitir besta vinkona Tu Tho?
Bókstafur 3 fer í reit nr. 15