14. desember
Uppskrift - Momo frá Nepal
Á mánudaginn heimsóttum við Garimu en hún býr í SOS barnaþorpinu Jorpati í Nepal. SOS mamma hennar, Nima, rak veitingastað áður en hún gerðist SOS mamma og kann því marga nepalska rétti. Uppáhald allra barnanna er momo. Í dagatalinu í dag bjóðum við því upp á nepalska uppskrift að momo-bitum (dumplings). Við hvetjum ykkur til að prófa 😊
Momo hennar Menaka uppskrift
Deigið:
2 bollar hveiti
Smá salt
Vatn (eftir þörfum)
Fyllingin:
300 gr hakk (kjúklinga- eða svínahakk) eða grænmeti (hvítkál, gulrætur, sveppir)
1 meðalstór laukur – smátt skorinn
2 msk ferskt engifer – rifið smátt
2-3 hvítlauksgeirar pressaðir
1 msk sesamolía, smjör eða önnur olía (valkvætt en bætir bragðið)
Fersk kóríander lauf – söxuð smátt
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
1. Útbúið deigið:
Blandið hveiti og salti saman í skál. Bætið vatni smátt og smátt við og hnoðið þar til deigið verður slétt og mjúkt. Hyljið deigið með rökum klút og látið hvíla á meðan fyllingin er útbúin.
2. Fyllingin útbúin:
Blandið hakkinu/grænmetinu (ykkar er valið) saman við laukinn, engifer, hvítlauk, olíu, kóriander, salt og pipar. Hrærið allt vel saman.
3. Búið til Momo:
Skiptið deiginu í litlar kúlur. Rúllið hverri kúlu út í þunnar, hringlaga vefjur. Setjið ca. matskeið af fyllingu á miðja vefjuna. Brjótið og klípið endana saman til að loka. (Það er hægt að loka momo-unum á nokkra mismunandi máta en sjáið hvernig SOS mamman Nima gerir í myndbandinu 9. desember).
4. Gufusjóðið Momo:
Raðið Momo-unum í gufusjóðara, gott að setja smá olíu í botninn svo bitarnir festist ekki í botninum. Gufusjóðið í 10-12 mínútur, þangað til deigið verður mjúkt og örlítið gegnsætt.
5. Berið fram:
Berið fram heitt með achar, sterk sósa (sjá uppskrift neðar).
Nepölsk achar sósa (sterk sósa með Momo)
Þessi sterka sósa bragðast einstaklega vel með Momo-bitunum.
Innihald:
4 meðalstórir tómatar – saxaðir
3-4 þurrkaðir rauðir chilli (ath. chilli stönglar eru stundum missterkir)
2-3 hvítlauksgeirar
2-3 cm bútur af engifer
1 msk sesamfræ (valkvætt, gefur hnetukeim)
1 msk kóriander lauf, fínt söxuð
Salt
1 msk sinnepsolía (eða olía (vegetable oil))
½ tsk túrmerik krydd
½ tsk cumin krydd
Vatn eftir þörfum
Aðferð:
1. Undirbúið sesamfræin (valkvætt)
Þurrristið sesamfræin á pönnu á meðalhita þar til þau eru gullin brún. Geymið til hliðar þar til kólna.
2. Eldið tómatana
Hitið sinnepsolíuna á pönnu og bætið hökkuðu tómötunum við. Eldið þar til allt er mjúkt (um 5-7 mínútur).
3. Blandið hráefnunum saman
Setjið saman í blandara: tómatana, chilli, hvítlauk, engifer, ristuðu sesamfræin, túrmerik kryddið, cumin kryddið og salt. Blandið saman þar til allt er mjúkt. Bætið smá vatni við sósuna ef hún er of þykk.
4. Skreytið og berið fram
Setjið achar sósuna í skál, bætið smá söxuðum kóriander laufum ofan á. Bætið salti eða kryddi við eftir smekk. Berið fram heitt eða við herbergishita með Momo-bitunum.
Njótið þessarar sterku, bragðmiklu sósu með bitunum ykkar!