Veldu dagsetningu
Yfirlit

15. desember

Dagur í lífi Nani frá Malaví

Nani* er 11 ára stelpa sem býr hjá SOS fjölskyldu í Blantyre í Malaví. Hún býr þar ásamt SOS mömmu sinni Nelli og sex SOS systkinum.

Kl. 08:00 Það er sunnudagur í dag svo Nani gat sofið lengur. Þegar hún vaknar þá býr hún um sig og leggur dúkkurnar sínar tvær sem hún elskar að leika með fallega á púðann.

Kl. 08:20 SOS mamman Nelli er búin að búa til graut í morgunmat eins og hún gerir á hverjum sunnudegi. Það er notalegt að borða grautinn saman. Það þarf enginn að flýta sér að klára morgunmatinn því enginn fer í skólann í dag. Nú gefst tími til að borða, spjalla og leika.

Kl. 09:30 Nani hjálpar til með uppvaskið og moppar gólfið.

Kl. 10:30 SOS mamman elskar að greiða hárið á Nani. Hún er með lengsta hárið af systrunum þremur í fjölskyldunni. „Hún er prinsessan mín“, segir Nelli um leið og hún leggur silfurkórónu á höfuðið hennar.

Kl. 11:00 Tími til að spila! Nani skilur ekki alveg þetta spil en hún er samt með. Hún gerir það aðallega til gamans, bara til að vera með fjölskyldunni.

Kl. 12:30 Öll börnin hjálpa til með matinn á ákveðnum dögum. Nani skolar spínat og bróðir hennar sker þá í bita. Í dag er kjúklingur, hrísgrjón og grænmeti í matinn.

Kl. 14:30 Það er gott að fá smá tíma út af fyrir sig. Nani finnst gaman að teikna. Hún er að gera skissu af kjól sem hana langar til að sauma.

Kl. 15:00 Það er gaman að dansa! Stelpurnar syngja, klappa og dansa. „Ég elska að dansa, ég verð svo glöð!“, segir Nani.

Kl. 17:00 Heimalærdómur! Nani sinnir heimavinnunni sinni við borðstofuborðið og SOS mamma hennar aðstoðar hana. Það finnst Nani vera fínt.

Kl. 18:00 Síðasta verkefni dagsins er að pumpa vatni upp úr þorpsbrunninum. Nani pumpar á meðan hinar stelpurnar fylla föturnar sínar. Svo þarf hún að fara snemma í háttinn í dag til að vera tilbúin til að takast á við nýja og skemmtilega skólaviku.

 

 

* Nöfnum hefur verið breytt.