Veldu dagsetningu
Yfirlit

16. desember

Nabina dansar

 

Við erum ekki öll eins. Við höfum mismunandi hæfileika, væntingar og drauma. En við erum öll jafn mikilvæg og eigum öll sömu réttindi. Í dag hittum við Nabinu. Þegar Nabina kom fyrst í barnaþorpið í Jorpati gat hún hvorki gengið né talað. Hún átti erfitt með að reisa sig upp úr hjólastólnum því hún hafði ekki kraft í höndunum. Í barnaþorpinu fékk hún mikla aðstoð, góðan og næringarríkan mat og aðgengi að sjúkraþjálfun. Eftir mikinn dugnað og seiglu getur Nabina nú bæði tjáð sig og gengið. Hún getur meira að segja dansað en það er eitt af því skemmtilegasta sem hún gerir.

Nú syttist í nýársfögnuðinn í Nepal og Nabina er í aðalhlutverki í danssýningunni í þorpinu. Kíkjum til Nepal og kynnumst þessari sterku stelpu sem lætur ekkert stoppa sig og fræðumst í leiðinni um áramótin í Nepal en þar taka þau nú á móti árinu 2081.

Umræðupunktar

  • Í myndbandinu fáum við að kynnast því hvernig Nabina hefur náð ótrúlegum árangri með seilgu sinni og þjálfun. Hvers vegna er svona mikilvægt að hún sé dugleg að æfa sig?
  • Í myndbandinu kemur fram að dagatalið í Nepal sé ólíkt því íslenska. En tímabeltið er líka annað en á Íslandi. Vitið þið hvað klukkan er í Nepal núna? Hvað er mikill munur á tímanum á Íslandi og í Nepal?
  • Í barnaþorpinu fagna börnin nýárinu með danssýningu. Hvernig eru áramótin hjá ykkur?
  • Uppáhalds hátíðir Nabinu eru Dashain og Tihar, þekkið þið þær? Hvaða hátíðir haldið þið upp á?

Stafarugl dagsins:
Hverju eru börnin í glugga dagsins að fagna?
Bókstafur 2 fer í reit nr. 7
ATH! Ekki er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum