Veldu dagsetningu
Yfirlit

18. desember

Draumur Nazia

 

Nazia er 16 ára stelpa frá Indlandi. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í úthverfi Delí þar sem ríkir mikil fátækt. Fjölskyldan býr við hliðina á frárennslisskurði sem inniheldur ýmis skaðleg efni og hefur það haft áhrif á heilsufar fjölskyldunnar.

Naziu dreymdi alltaf um að snerta lyklaborð og skjái en enginn í fjölskyldu hennar hafði nokkurn tímann snert snjallsíma. Foreldrar hennar höfðu ekki tækifæri til að mennta sig og því var erfitt fyrir þau að fá vinnu. Í dag hafa aðstæður þeirra breyst. Fjölskyldan tekur þátt í fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna og er nú farin að geta staðið á eigin fótum. Nazia fær að ganga í skóla og sækir einnig tölvutíma. Mamma Naziu grét þegar hún sá hvaða tækifæri dóttir hennar fengi í lífinu. Hún vill henni allt það besta og hún veit að menntunin mun skipta sköpum í lífi Naziu.

Umræðupunktar

  • Nazia býr í úthverfi Delí á Indlandi. Getið þið fundið Delí á landakorti?
  • Hvað búa margir á Indlandi? En á Íslandi?
  • Af hverju haldið þið að mamma Naziu sé svona ánægð að hún fái menntun?
  • Mamma Naziu var ólæs en rekur nú eigið fyrirtæki. Hvernig haldið þið að líf hennar hafi breyst?

Stafarugl dagsins:
Nazia býr í úthverfi hvaða borgar?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 9