19. desember
Stappað fyrir friði
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Markmið herferðarinnar er að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast í þeim tilgangi að krefjast friðar og verndar fyrir börn á stríðshrjáðum svæðum.
Hér á Íslandi tóku börn þátt í herferðinni og stöppuðu fyrir friði. Í glugga dagsins fáum við að sjá börn um allan heim sameinast í stappi fyrir friði.