Veldu dagsetningu
Yfirlit

2. desember

Rita fatahönnuður

 

Í glugga dagsins ferðumst við til Nepal. Við heimsækjum Ritu en hún býr tímabundið í SOS barnaþorpinu í Jorpati ásamt eldri bróður sínum. SOS barnaþorpið í Jorpati sérhæfir sig í að taka á móti börnum með fötlun. Þar starfa fagaðilar sem hafa sérfræðiþekkingu á starfi með börnum með fötlun og aðgengi  í þorpinu er sérstaklega hannað með þarfir barnanna í huga.

Rita og bróðir hennar Bilas bjuggu áður í sveit hjá ömmu sinni og afa. Þau þurftu að ganga langar vegalengdir til að komast í skólann og bróðir Ritu er með sjúkdóm sem gerir það að verkum að hann á erfitt með gang. Rita bar því bróður sinn á bakinu til og frá skóla á hverjum degi, tæplega fimm kílómetra hvora leið.

Rita hefur mikinn áhuga á tísku og langar til að verða fatahönnuður þegar hún verður stór. Við fáum að fylgjast með henni nýta hæfileika sinn til að koma mömmu sinni á óvart.

Umræðupunktar

  • Ritu langaði til að verða fatahönnuður eftir að hún sá það í bíómynd. Hafið þið hugsað hvað ykkur langar til að gera í framtíðinni?
  • Er langt fyrir ykkur að labba í skólann?
  • Eftir að Rita kom í barnaþorpið átti hún meiri frítíma en áður, nú nýtir hún frítímann til að spila borðtennis og hanna föt, hvað gerið þið í ykkar frítíma?
  • Hvernig haldið þið að Ritu hafi liðið þegar hún gaf mömmu sinni kjólinn?

Stafarugl dagsins:
Hvað langar Ritu að verða þegar hún verður stór?
Bókstafur 1 fer í reiti nr. 1 og 12