21. desember
Uppskrift - piparkökur
Þegar piparkökur bakast...
Síðustu laugardaga höfum við boðið upp á uppskriftir frá Nepal og Tansaníu. Í dag ætlum við að bjóða upp á piparkökur enda farið að styttast í jólin.
Hér má finna uppskrift að degi sem þarf ekki að kæla yfir nótt í ísskáp. Uppskriftin kemur frá Berglindi hjá Gotterí og gersemar.
Piparkökur - uppskrift
250 gr Dan sukker sykur (annar sykur of grófur í þessa uppskrift þar sem hún er ekki hituð)
250 gr smjörlíki (við stofuhita)
750-800 gr hveiti
2 tsk negull
2 tsk engifer
4 tsk kanill
2 tsk matarsódi
1/2 tsk pipar
2 dl síróp
1 dl mjólk
Aðferð
- Allt sett í hrærivélarskálina og hnoðað saman með króknum (einnig hægt að hnoða í skál með höndunum). Bætið við smá hveiti ef ykkur þykir deigið of blautt.
- Fletjið út frekar þunnt og stingið út fígúrur og setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
- Bakið við 180°C í 8-10 mínútur.