Veldu dagsetningu
Yfirlit

3. desember

Eliza fer í skóla

 

Í dag ferðumst við til Kósovó sem er land á Balkanskaga. Við fræðumst um landið og sögu þess en við ætlum líka að heimsækja Elizu sem býr ásamt fjölskyldu sinni í bænum Pristína. Eliza er 8 ára og er byrjuð í skóla en hún saknar þó enn leikskólans sem hún var í, aðallega vegna þess að þar voru svo mörg leikföng. Eliza á ekki mikið af dóti en hún á einn bangsa og mörg systkini sem hún getur leikið við. Kíkjum til Kósovó.

Umræðupunktar

  • Eliza á mörg systkini, hvar í systkinaröðinni haldið þið að sé best að vera, yngst, elst eða kannski einhvers staðar í miðjunni? Hvað er gott/slæmt við það að eiga yngri/eldri systkini?
  • Þó Eliza sé búin að eignast bangsa þá á hún enn ekki mörg leikföng til að leika með. Hvað finnst ykkur um það? Hvernig getur hún leikið sér?
  • Hvernig leikið þið ykkur?
  • Uppáhalds fagið hennar Elizu er albanska. Hvað er uppáhalds fagið ykkar í skólanum?

Stafarugl dagsins:
Hvað heitir stelpan sem við heimsóttum í dag?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 11