Veldu dagsetningu
Yfirlit

4. desember

Niema og Harakat sviðslistahópurinn

 

Í dag hittum við Niema en hún er partur af Harakat listahópnum í Egyptalandi. Harakat listahópurinn er vettvangur þar sem börn og ungmenni í Kaíró fá rými til að efla sig og verða sjálfstæðari en verkefninu er einnig ætlað að draga úr áhættuhegðun ungmennanna í hverfinu. SOS Barnaþorpin í Egyptalandi hafa frá árinu 2010 staðið fyrir þessu verkefni sem býður upp á listameðferðir á borð við dans, söng, leiklist og listmálun.

Á hverju ári safnast hópurinn saman í þriggja daga æfingabúðir þar sem þau undirbúa árlegu sýninguna sína sem fram fer í Óperuhúsinu í Kaíró. Við fáum að fylgja Niema í æfingabúðirnar.

Umræðupunktar

  • Niema segir að æfingarnar hafi hjálpað henni í náminu. Hvers vegna ætli það sé?
  • Hvers vegna er mikilvægt að krakkarnir í hópnum þekkist vel áður en þau sýna í óperuhúsinu í Kaíró?
  • Hvaða merkingu hefur orðið Harakat?
  • Þekkið þið einhvern fótboltamann sem kemur frá Egyptalandi?

Stafarugl dagsins:
Hvaða haf heimsækir hópurinn í glugga dagsins?
Bókstafur 3 fer í reit nr. 10