5. desember
Deepa vill hjálpa öðrum
Aftur kíkjum við í barnaþorpið í Jorpati. Nú fáum við að kynnast Deepu en hún kom í barnaþorpið fyrir nokkrum mánuðum ásamt bróður sínum. Í þorpinu kynntist Deepa hjúkrunarfræðingnum Remu. Deepa fylgist vel með Remu að störfum því Deepu langar mikið til að verða læknir þegar hún verður stór. Rema ólst sjálf upp í SOS barnaþorpi og getur því sett sig í spor barnanna sem þar búa. Deepu finnst gott að hitta Remu því hún skilur hvernig Deepu líður.
Rema tekur vel á móti Deepu og kynnir fyrir henni störf hjúkrunarfræðinga. Hún hvetur hana til að vera duglega í skólanum. En til þess að Deepa geti verið dugleg í skólanum þá er mikilvægt að hún fái góðan og næringarríkan mat. SOS mamma hennar passar vel upp á það enda er hún mjög góður kokkur.
Umræðupunktar
- Hvers vegna er mikilvægt fyrir Deepu að fá næringarríkan mat ef hún ætlar að vera dugleg í skólanum?
- Hvað græðum við á því að hjálpa til við að undirbúa kvöldmatinn?
- Deepa og bróðir hennar kynntust nýju borðspili þegar þau komu í barnaþorpið. Hafið þið spilað það spil?
- Í myndbandinu var talað um að margir flytji frá sveitum til borgarinnar í leit að vinnu. Af hverju ætli það sé?
Stafarugl dagsins:
Hvaða borðspil eru Deepa og bróðir hennar að spila?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 4, 8 og 13