SOS sögur 19.mars 2024

Ólétt unglingsstúlka var hvergi velkomin

Ólétt unglingsstúlka var hvergi velkomin

Josiane er 35 ára einstæð tveggja barna móðir sem býr í þorpi í Rúanda og hefur líf hennar verið allt annað en dans á rósum. Hún var mjög ung þegar mamma hennar lést og pabbi hennar giftist síðar annarri konu sem svo lést þegar Josiane var tíu ára. Josiane og bróðir hennar fluttu þá til frænku sinnar en hún kom illa fram við Josiane sem hraktist að lokum í burtu.

Josiane flutti þá til höfuðborgarinnar Kigali og fór að vinna sem húshjálp hjá hjúkrunarfræðingi og bróður hennar. Þegar Josiane var 15 ára varð hún ólétt eftir bróður hjúkrunarfræðingsins og var hún þá rekin á dyr. Josiane hraktist þá aftur heim til frænku sinnar en dvölin þar var stutt. Eftir að í ljós kom að Josiane var barnshafandi var henni hafnað enn á ný. Hún reyndi þá að komast í vinnu sem húshjálp en allstaðar hraktist hún í burtu.

Josiane fyrir framan heimili sitt í þorpinu. Josiane fyrir framan heimili sitt í þorpinu.

Neyddist út í vændi og smitaðist af HIV

Bróðir hennar lagði þá til að þau myndu flytja saman í yfirgefið hús foreldra sinna í þorpinu Ruhango. Ættingjar höfðu hreinsað allt innbú úr húsinu og það eina sem eftir stóð voru tveir stólar. Josiane eignaðist svo barnið sama daginn og þau systkinin fluttu í húsið.

En Josiane þénaði engan pening og neyddist út í vændi sem hún stundaði í þorpinu. Oft átti hún það til að sklija kornungt barnið eftirlitslaust eftir heima á meðan hún hitti karlmenn. Hún upplifði líf sitt einskis virði. Aftur varð Josiane ólétt og eignaðist hún annað barn. Nágrönnum fannst stafa ógn af Josiane og var hún klöguð til lögreglu fyrir vændið. Þá loksins leitaði hún til félagsmálayfirvalda og sagði fulltrúa frá þeirri vonlausu stöðu sem hún var í.

En hlutirnir áttu eftir að versna enn áður en þeir urðu betri. Þegar Josiane eignaðist sitt annað barn var hún greind með HIV. Hún fékk viðeigandi lyf en sleppti því oft að taka þau því vonleysið var algert. Ekki bætti úr skák að húsið hennar hrundi í úrhellisrigningu.

Josiane ræktar grænmeti í garðinum. Josiane ræktar grænmeti í garðinum.

Íslenskt verkefni SOS kom til bjargar

Hún fékk þá aðstoð hjá yfirvöldum við að endurbyggja húsið, fékk nautgrip til ræktunar og nágrannarnir lögðu fram hjálparhönd. Þeir sannfærðu frænku Josiane um að gefa henni lítinn hluta af landareign sinni svo hún gæti ræktað grænmeti. Það var svo um þetta leyti sem Josiane fékk bestu gleðitíðindi sem hún gat hugsað sér. Hún hafði fengið inngöngu í fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna og réði sér ekki fyrir kæti.

„Þegar starfsfólk SOS Barnaþorpanna kom heim til mín að tilkynna mér þetta gat ég varla trúað því. Ég fylltist gleði og þakklæti. Ég fann að fólkið í samfélaginu vildi mér betra líf. Núna finn ég öryggistilfinningu,“ segir Josiane um fjölskyldueflinguna sem er fjármögnuð af SOS á Íslandi.

Myndir: Ragnar Schram
Frásögn: SOS Barnaþorpin í Rúanda

Ég er mjög bjartsýn núna og sannfærð um að ég eigi bjarta framtíð fyrir höndum. Josiane
Josiane fékk kú til ræktunar. Josiane fékk kú til ræktunar.

Svona virkar þetta

Þegar Josiane varð formlega skjólstæðingur íslensku fjölskyldueflingarinnar gekk hún inn í verkefni sem gerir barnafjölskyldum í sárafátækt kleift að standa á eigin fótum. Fjöl­skyldu­efl­ing SOS er for­varn­ar­verk­efni sem hefur það markmið að forða börn­um frá að­skiln­aði við illa stadda for­eldra sína.

Fjöl­skyldu­efl­ing SOS hef­ur ver­ið í Rú­anda í 15 ár og byggir þetta verk­efni á þeirri reynslu og þekk­ingu sem þarna hef­ur skap­ast. Það sem skil­ar ár­angri í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS er m.a. að

  • inn­leiða hug­ar­fars­breyt­ingu
  • efla þekk­ingu í fjár­mál­um
  • veita að­gengi að vaxta­laus­um lán­um
  • auka að­gengi að nær­ing­ar­rík­um mat
  • gera land­bún­að sjál­bær­an
  • hjálpa for­eldr­un­um að koma á lagg­irn­ar tekju­afl­andi rekstri
  • og síð­ast en ekki síst verk­nám sem hef­ur reynst sér­stak­lega ár­ang­urs­ríkt í þess­um verk­efn­um.

Verk­efn­ið okk­ar í Rú­anda er í Nyamiyaga hlut­an­um í Gicumbi hér­aði og eru skjól­stæð­ing­ar þess um 1.400 börn og ung­menni og for­eldr­ar þeirra í 300 fjöl­skyld­um sem búa við sára­fá­tækt. Af 21 þús­und íbú­um þessa svæð­is búa yfir 6.200 þeirra við ör­birgð. Þjóð­armorð­in árið 1994 lögðu áður veik­byggða inn­viði lands­ins í rúst og glím­ir þjóð­in enn við af­leið­ing­ar þeirra.

Fjölskylduefling SOS í Rúanda er fjármögnuð með stuðningi Heimstaden og SOS-fjölskylduvinum.

Viljir þú styrkja þetta verkefni gerist SOS-fjölskylduvinur hér.

Fjölskyldueflingin okkar í Rúanda er þar sem appelsínugula SOS merkið er á kortinu. Fjölskyldueflingin okkar í Rúanda er þar sem appelsínugula SOS merkið er á kortinu.
SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr