SOS sög­ur 10.september 2024

Rauf víta­hring fá­tækt­ar með ís­lensk­um stuðn­ingi

Rauf vítahring fátæktar með íslenskum stuðningi

Mak­haza er 42 ára ein­stæð fjög­urra barna móð­ir í Nga­bu Mala­ví sem gat naum­lega séð börn­um sín­um fyr­ir einni mál­tíð á dag, stund­um tveim­ur. Upp­sker­an brást hjá henni því hún átti ekki fyr­ir áburði og tekj­ur henn­ar dugðu eng­an veg­inn til að fram­fleyta fjöl­skyld­unni. Stað­an versn­aði með hverj­um degi og hún lýs­ir ástand­inu sem hung­urs­neyð, öm­ur­legra með hverj­um deg­in­um sem leið. Nga­bu er syðst í Mala­ví og telst til einna fá­tæk­ustu svæða heims.

VERTU SOS-FJÖLSKYLDUVINUR

Neydd­ist til að taka lán hjá óprúttn­um ok­ur­lán­ur­um

Mak­haza fann svo sann­ar­lega fyr­ir fá­tækt­inni. Ein­stæða móð­ir­in átti ekki fyr­ir náms­gögn­um og próf­gjöld­um fyr­ir börn­in sín sem gátu þar af leið­andi ekki tek­ið próf­in í skól­an­um. Þetta olli henni þung­um áhyggj­um því hún sér mennt­un barn­anna sem lyk­ill­inn að því að rjúfa víta­hring fá­tækt­ar­inn­ar.

Mak­haza þurfti nauð­syn­lega á tekj­um að halda og ekki skorti hana hug­mynd­ir að at­vinnu­rekstri en hún átti bara ekki fjár­magn til að hefja rekst­ur. Hún fékk ekki lán hjá bönk­um og neydd­ist til að taka lán hjá óprúttn­um ok­ur­lán­ur­um. Það reynd­ist að­eins skamm­góð­ur verm­ir.

Frá verkefnasvæði okkar í Ngabu. Gleðin skein úr andlitum barnanna í heimsókn fulltrúa SOS frá Íslandi í janúar 2022. Ljósmynd: Jón Ragnar Jónsson. Frá verkefnasvæði okkar í Ngabu. Gleðin skein úr andlitum barnanna í heimsókn fulltrúa SOS frá Íslandi í janúar 2022. Ljósmynd: Jón Ragnar Jónsson.

Ís­lenska fjöl­skyldu­efl­ing­in kom til bjarg­ar

En skömmu síð­ar sner­ist lukk­an loks í lið með Mak­hözu. SOS Barna­þorp­in á Ís­landi reka ein­mitt fjöl­skyldu­efl­ingu í Nga­bu þar sem við hjálp­um barna­fjöl­skyld­um í sára­fá­tækt að standa á eig­in fót­um. Mak­haza fékk styrk frá SOS upp á jafn­virði 20 þús­und ís­lenskra króna en það þyk­ir mjög há upp­hæð í Nga­bu. Hún sótti einnig þjálf­un í við­skipta­stjórn­un á veg­um þess­ar­ar ís­lensku fjöl­skyldu­efl­ing­ar.

Mak­haza gerði því næst fjár­hags- og mark­aðs­áætl­un sem gaf til henni mynd af þörf­inni fyr­ir ákveðn­um vör­um með­al íbúa. Þetta var á tíma­bil­inu des­em­ber 2023 til mars 2024 þeg­ar flest heim­ili á svæð­inu glímdu við hung­urs­neyð. Hún fór að selja maís og hrís­grjón og hagn­að­ist svo vel að stofn­fé henn­ar hækk­aði um 25%.

Makhaza hefur með miklum dugnaði skapað sér nokkrar tekjuleiðir með stuðningi fjölskyldueflingar okkar. Hér er hún að afgreiða hrisgrjón sem hún selur. Makhaza hefur með miklum dugnaði skapað sér nokkrar tekjuleiðir með stuðningi fjölskyldueflingar okkar. Hér er hún að afgreiða hrisgrjón sem hún selur.

Pen­inga­skort­ur­inn úr sög­unni

Fyr­ir hagn­að­inn gat Mak­haza keypt sér tvær geit­ur og svo bætti hún við ann­arri tekju­öfl­un sem felst í að baka og selja mandasi en það er vin­sæll götu­biti í Mala­ví sem lík­ist helst klein­um. Mak­haza hef­ur loks öðl­ast von um betra líf með aukn­um tekj­um. „Líf­ið geng­ur mun bet­ur núna því pen­inga­skort­ur er úr sög­unni,“ seg­ir hún.

Mak­haza hef­ur nú efni á öll­um helstu þörf­um sín­um og er fær um að kaupa skóla­gögn fyr­ir börn­in. „Mak­haza er dug­leg að vinna og er bjart­sýn á að hún geti stækk­að rekst­ur­inn sinn,“ seg­ir starfs­mað­ur fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS Barna­þorp­anna í Nga­bu.

Ngabu er syðst í Malaví og telst til einna af fátækustu svæðum heims. Þar er SOS á Íslandi með fjölskyldueflingu og þarna er líka eitt af fjórum SOS barnaþorpum í landinu. Ngabu er syðst í Malaví og telst til einna af fátækustu svæðum heims. Þar er SOS á Íslandi með fjölskyldueflingu og þarna er líka eitt af fjórum SOS barnaþorpum í landinu.

Verk­efni Ís­lands nær til yfir 15 þús­und barna

Ís­lenska fjöl­skyldu­efl­ing­in í Nga­bu nær beint til 1500 barna og ung­menna í 400 fjöl­skyld­um sem fá ekki grunn­þörf­um sín­um mætt vegna bágra að­stæðna for­eldra þeirra eða for­ráða­manna.  Í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS tök­um við fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð.

15 þús­und skóla­börn af 500 heim­il­um njóta einnig óbeint góðs af verk­efn­inu sem styð­ur við afar veik­byggða inn­viði sam­fé­lags­ins.

Verkefni okkar í Ngabu er fjármagnað að stærstum hluta af Utanríkisráðuneytinu en einnig SOS-fjölskylduvinun, mánaðarlegum styrktaraðilum.

SOS fjöl­skyldu­vin­ur

SOS fjöl­skyldu­vin­ur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjöl­skyldu­vin­ir styrkja fjöl­skyldu­efl­ingu SOS. Sem SOS-fjöl­skyldu­vin­ur kem­urðu í veg fyr­ir að börn verði van­rækt og yf­ir­gef­in. Í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS tök­um við fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð. Þú ákveð­ur styrkt­ar­upp­hæð­ina og færð reglu­lega upp­ýs­inga­póst um verk­efn­in sem við fjár­mögn­um.

Mán­að­ar­legt fram­lag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr