SOS sögur 10.september 2024

Rauf vítahring fátæktar með íslenskum stuðningi

Rauf vítahring fátæktar með íslenskum stuðningi

Makhaza er 42 ára einstæð fjögurra barna móðir í Ngabu Malaví sem gat naumlega séð börnum sínum fyrir einni máltíð á dag, stundum tveimur. Uppskeran brást hjá henni því hún átti ekki fyrir áburði og tekjur hennar dugðu engan veginn til að framfleyta fjölskyldunni. Staðan versnaði með hverjum degi og hún lýsir ástandinu sem hungursneyð, ömurlegra með hverjum deginum sem leið. Ngabu er syðst í Malaví og telst til einna fátækustu svæða heims.

Neyddist til að taka lán hjá óprúttnum okurlánurum

Makhaza fann svo sannarlega fyrir fátæktinni. Einstæða móðirin átti ekki fyrir námsgögnum og prófgjöldum fyrir börnin sín sem gátu þar af leiðandi ekki tekið prófin í skólanum. Þetta olli henni þungum áhyggjum því hún sér menntun barnanna sem lykillinn að því að rjúfa vítahring fátæktarinnar.

Makhaza þurfti nauðsynlega á tekjum að halda og ekki skorti hana hugmyndir að atvinnurekstri en hún átti bara ekki fjármagn til að hefja rekstur. Hún fékk ekki lán hjá bönkum og neyddist til að taka lán hjá óprúttnum okurlánurum. Það reyndist aðeins skammgóður vermir.

Frá verkefnasvæði okkar í Ngabu. Gleðin skein úr andlitum barnanna í heimsókn fulltrúa SOS frá Íslandi í janúar 2022. Ljósmynd: Jón Ragnar Jónsson. Frá verkefnasvæði okkar í Ngabu. Gleðin skein úr andlitum barnanna í heimsókn fulltrúa SOS frá Íslandi í janúar 2022. Ljósmynd: Jón Ragnar Jónsson.

Íslenska fjölskyldueflingin kom til bjargar

En skömmu síðar snerist lukkan loks í lið með Makhözu. SOS Barnaþorpin á Íslandi reka einmitt fjölskyldueflingu í Ngabu þar sem við hjálpum barnafjölskyldum í sárafátækt að standa á eigin fótum. Makhaza fékk styrk frá SOS upp á jafnvirði 20 þúsund íslenskra króna en það þykir mjög há upphæð í Ngabu. Hún sótti einnig þjálfun í viðskiptastjórnun á vegum þessarar íslensku fjölskyldueflingar.

Makhaza gerði því næst fjárhags- og markaðsáætlun sem gaf til henni mynd af þörfinni fyrir ákveðnum vörum meðal íbúa. Þetta var á tímabilinu desember 2023 til mars 2024 þegar flest heimili á svæðinu glímdu við hungursneyð. Hún fór að selja maís og hrísgrjón og hagnaðist svo vel að stofnfé hennar hækkaði um 25%.

Makhaza hefur með miklum dugnaði skapað sér nokkrar tekjuleiðir með stuðningi fjölskyldueflingar okkar. Hér er hún að afgreiða hrisgrjón sem hún selur. Makhaza hefur með miklum dugnaði skapað sér nokkrar tekjuleiðir með stuðningi fjölskyldueflingar okkar. Hér er hún að afgreiða hrisgrjón sem hún selur.

Peningaskorturinn úr sögunni

Fyrir hagnaðinn gat Makhaza keypt sér tvær geitur og svo bætti hún við annarri tekjuöflun sem felst í að baka og selja mandasi en það er vinsæll götubiti í Malaví sem líkist helst kleinum. Makhaza hefur loks öðlast von um betra líf með auknum tekjum. „Lífið gengur mun betur núna því peningaskortur er úr sögunni,“ segir hún.

Makhaza hefur nú efni á öllum helstu þörfum sínum og er fær um að kaupa skólagögn fyrir börnin. „Makhaza er dugleg að vinna og er bjartsýn á að hún geti stækkað reksturinn sinn,“ segir starfsmaður fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna í Ngabu.

Ngabu er syðst í Malaví og telst til einna af fátækustu svæðum heims. Þar er SOS á Íslandi með fjölskyldueflingu og þarna er líka eitt af fjórum SOS barnaþorpum í landinu. Ngabu er syðst í Malaví og telst til einna af fátækustu svæðum heims. Þar er SOS á Íslandi með fjölskyldueflingu og þarna er líka eitt af fjórum SOS barnaþorpum í landinu.

Verk­efni Ís­lands nær til yfir 15 þús­und barna

Ís­lenska fjöl­skyldu­efl­ing­in í Nga­bu nær beint til 1500 barna og ung­menna í 400 fjöl­skyld­um sem fá ekki grunn­þörf­um sín­um mætt vegna bágra að­stæðna for­eldra þeirra eða for­ráða­manna.  Í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS tök­um við fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð.

15 þús­und skóla­börn af 500 heim­il­um njóta einnig óbeint góðs af verk­efn­inu sem styð­ur við afar veik­byggða inn­viði sam­fé­lags­ins.

Verkefni okkar í Ngabu er fjármagnað að stærstum hluta af Utanríkisráðuneytinu en einnig SOS-fjölskylduvinun, mánaðarlegum styrktaraðilum.

SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS. Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr