SOS sögur 22.mars 2023

Úr sárafátækt í múrsteinaframleiðslu

Úr sárafátækt í múrsteinaframleiðslu

Medina er einstæð fjögurra barna móðir í smábænum Eteya í Eþíópíu. Eftir að eiginmaður hennar lést stóð Medina eftir ein með börnin og engar tekjur. Árið 2018 var staða fjölskyldunnar orðin svo alvarleg að börnin fengu ekki grunnþörfum sínum mætt og þau gátu auk þess ekki sótt skóla. Medina fékk þá inngöngu í fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna sem SOS á Íslandi fjármagnar og þremur árum síðar hafði henni heldur betur tekist að snúa taflinu við sér í vil.

Sjáðu myndband með Medinu.

Ég get ekki ímyndað mér hvernig lífið væri í dag ef ekki hefði verið fyrir SOS Barnaþorpin. Medina
Í dag rekur Medina fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir múrsteina og þénar nægar tekjur til að hafa fjölda fólks í vinnu auk þess að sjá vel fyrir börnunum sínum. Í dag rekur Medina fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir múrsteina og þénar nægar tekjur til að hafa fjölda fólks í vinnu auk þess að sjá vel fyrir börnunum sínum.

Byggði nýtt hús úr eigin múrsteinum

Medina lærði múrsteinaframleiðslu og gekk inn í sparnaðar- og lánastarfsemi fjölskyldueflingarinnar. Fram að því hafði hún lokað sig af í húsmóðurhlutverkinu og og vissi ekki að lausnin var handan við hornið. „Ég fór þá loks að hafa samskipti við heiminn fyrir utan gluggann. Þökk sé SOS Barnaþorpunum þá fór ég að eiga samskipti við fólk í nærumhverfi mínu,“ segir Medina.

Hún útskrifaðist úr fjölskyldueflingunni í desember 2021. Í dag rekur hún fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir múrsteina og þénar nægar tekjur til að hafa fjölda fólks í vinnu auk þess að sjá vel fyrir börnunum sínum. Ekki nóg með það heldur gat Medina byggt sér nýtt, stærra og betra hús úr múrsteinum sem hún sjálf framleiddi. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig lífið væri í dag ef ekki hefði verið fyrir SOS Barnaþorpin," bætir hún við.

Á þremur árum sneri Medina taflinu við, frá því að búa við sárafátækt yfir í rekstur fyrirtækis sem gengur mjög vel. Á þremur árum sneri Medina taflinu við, frá því að búa við sárafátækt yfir í rekstur fyrirtækis sem gengur mjög vel.

Medina hefur með þessum mikla dugnaði sýnt okkur í sinni tærustu mynd af hverju fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna er svona mikilvæg. Við tökum fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Nú eru á sjötta hundrað fjölskyldur með yfir 1600 börnum annað hvort útskrifuð eða að útskrifast úr fjölskyldueflingunni sem hófst árið 2018.

Sjá líka: 270 fjöl­skyld­ur laus­ar úr viðj­um fá­tækt­ar

SOS-fjölskylduvinir

Þegar þú gerist SOS-fjölskylduvinur tekur þú þátt í fjármögnun svona verkefna sem SOS á Íslandi fjármagnar í Eþíópíu, Malaví og Rúanda. Þú ræður sjálf(ur) upphæðinni sem getur verið frá 1.000 krónum á mánuði og upp úr. Þessi upphæð margfaldast á verkefnasvæðum okkar.

Fjölskylduefling SOS í Eþíópíu er fjármögnuð af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með stuðningi SOS-fjölskylduvina og Utanríkisráðuneytisins.

SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr