SOS sögur 20.febrúar 2025

Abby ætlar að verða fréttakona

Abby ætlar að verða fréttakona

Abby á heima í Tanzaníu. Abby langar til að verða fréttakona þegar hún verður stór og er þegar byrjuð að æfa sig. Hún er forvitin um fjölskyldur og tengsl og tók því nokkur viðtöl við fjölskyldu sína og vini til að skilja viðfangsefnið betur.

Við hittum Abby og fengum að fylgjast með degi í lífi hennar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Abby býr til fréttaþætti. Í covid bjó hún til nokkra þætti með systur sinni. Þættirnir fjölluðu meðal annars um mikilvægi handþvottar og hvernig megi láta tímann líða í útgöngubanni.

Myndband með heimsókn okkar til Abbyjar má sjá hér.

Hárgreiðslukonan hluti af fjölskyldunni

Fyrst ræðir Abby við nágranna sinn, hana Sabinu. Sabina er hárgreiðslukona og Abby notar tækifærið og fær nýja greiðslu á meðan þær ræða saman. Sabina og Abby tengjast sterkum böndum þó þær séu ekki líffræðilega skyldar. Sabina passar Abby til dæmis oft þegar mamma hennar er ekki heima. Fjölskyldurnar hjálpast að.

Abby segir Sabinu frá fréttakonudraumnum sínum. Sabinu líst vel á það og hvetur hana til þess að vera duglega í skólanum. Maður þarf að leggja sig fram ef maður vill láta drauma sína rætast. Við eigum öll að hafa sömu tækifæri til að starfa við það sem við viljum.

Abby er mjög ánægð með hárgreiðsluna og er afar þakklát frábæra nágranna sínum, henni Sabinu. Abby hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sabina sé partur af fjölskyldu hennar því hún sé frábær vinur sem er alltaf til staðar.

Abby sagði Sabinu frá fréttakonudraum sínum meðan hún var í hárgreiðslu hjá henni. Abby sagði Sabinu frá fréttakonudraum sínum meðan hún var í hárgreiðslu hjá henni.

Viðtal við mömmu

Abby ætlar nú að taka viðtal við mömmu sína um tengsl og hvaða merkingu sterk tengsl hafa fyrir henni. Á meðan Abby tekur viðtal við mömmu sína baka þær chapati, þær þurfa að blanda saman hveiti, olíu, sykri og salti, svo bæta þær vatni við seinna.

Mamma Abbyjar ræðir um sterk tengsl og hvaða merkingu þau hafa fyrir henni. Hún segir henni að allt fólkið í kringum Abby sem þykir vænt um hana sé dæmi um sterk tengsl, hún, mamma hennar, pabbi og systkini.

Abby tók viðtal við móður sína um mikilvægi náinna tengsla. Þær bökuðu meðan á viðtalinu stóð. Abby tók viðtal við móður sína um mikilvægi náinna tengsla. Þær bökuðu meðan á viðtalinu stóð.

Að sakna nákominna eflir sjálfstæðið

Abby mun fara í heimavistarskóla þegar hún verður eldri. Hún spyr mömmu sína hvernig þær geti viðhaldið sambandinu þó þær búi langt frá hvor annarri. Mamma hennar hefur reynslu af því að búa á heimavist. Henni fannst það erfitt en það gerði hana sjálfstæðari og sterkari.

Þó maður sé ekki alltaf saman þá getur maður samt haldið nánum tengslum. Og þegar maður saknar einhvers mikið þá er hægt að rifja upp skemmtilegar minningar með viðkomandi. Abby tekur líka myndir til að muna eftir öllum skemmtilegu hlutunum sem hún gerir með fjölskyldu sinni og vinum, svo hún muni betur eftir þeim.

Abby er þarna að snerta á umfjöllunarefni sem skiptir öll börn í heimi mestu máli. Sem barn, þarftu á einhverjum að halda sem er ekki sama um þig. Einhverjum sem stendur með þér skilyrðislaust. Þetta er einmitt tilgangurinn með starfi SOS Barnaþorpanna sem leggja mikla áherslu á tengsl barna við foreldra.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr