Að vera góðhjörtuð: SOS Barnaþorpin veita læknisaðstoð í flóttamannabúðum í Ungverjalandi
Katalin Berend er komin á eftirlaunaaldur eftir að hafa starfað sem barnalæknir. Nú er hún sjálfboðaliði hjá SOS Barnaþorpunum í flóttamannabúðunum í Bicske, Ungverjalandi, þar sem hún veitir læknisaðstoð. Fyrir henni er mikilvægast að vera góðhjörtuð í starfi sínu.
„Við sjáum mest af árstíðarbundnum flensum og tökum sjúkdómasýni“, segir Katalin Berend, 71 árs barnalæknir á eftirlaunum, er hún er spurð um starf sitt í Bicske. „Það koma hingað ansi mörg börn.“
Börn sem fara í skóla þurfa að fara í skoðun vegna ýmissa sjúkdóma. Dr. Berend segir flest barnanna vera bólusett og því eru sýnitökur yfirleitt einfaldar. Erfiðast er þó þegar vantar góða túlka. „Án túlka gerast mistök. Ef ég misskil eitthvað get ég gert mistök sem gætu reynst alvarleg.“ Til þess að tryggja betri samskipti milli lækna og sjúklinga hafa SOS Barnaþorpin veitt túlkaþjónustu og þýðingaraðstoð fyrir flóttafólk á ýmsum stöðum.
Bicske opnaði árið 1989 og er elsta flóttamannabúðin í Ungverjalandi. Á síðasta ári komu 15.000 manns í búðirnar sem staðsettar eru fyrir utan höfuðborgina Búdapest. Flóttafólk stoppar yfirleitt stutt í Ungverjalandi og því er meðaldvalartími um tvær til þrjár vikur, en búðirnar eru oft yfirfullar og mikil þörf er fyrir læknisþjónustu.
Dr. Berend, sem hefur aldrei stundað sjálfboðastarf áður, segir að vinna merkir að hjálpa fólki. „Eitt sinn kom barn til okkar sem var með svefnvandamál. Við komumst að því að öll fjölskylda þess hafði ferðast hingað frá Tyrklandi með bát og þau höfðu öll fallið í sjóinn. Það er ekki undarlegt að barnið hafi átt við svefnvandamál að stríða.“
Auk þess að veita læknisþjónustu hefur Dr. Berend hafist við að aðstoða fylgdarlaus börn við umsóknir um alþjóðlega vernd, þá sérstaklega við aldursgreiningu. „Lögreglan vinnur með tvö hugtök í aldursgreiningu: lífaldur og aldur beina,“ útskýrir hún. „Þetta er í lagi, en við ættum líka að athuga hvort andlegur þroski passi við beinþroska. Andleg og sálræn staða ætti að vera tekin til greina.“
„Þegar ég hóf störf hér hafði ég ekki hugmynd um hvernig verkefni mín yrðu, en ég veit núna að aðal málið er að vera góð. Að vera góð við börnin er það mikilvægasta í starfinu sem barnalæknir. Ef þú ert góð verður barnið ekki hrætt við lækna. Verkefni lækna er hið sama alls staðar – að vera góðhjartaðir.“
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.