SOS sögur 24.október 2016

Áfallasérfræðingur: „Börn verða fyrir mestum áhrifum af stríði.“

Paul Boyle er áfallasérfræðingur og starfaði áður sem tengiliður og ráðgjafi í sálrænum stuðningi fyrir SOS í Austur Afríku. Hann hefur þjálfað meira en 2.000 SOS mæður, frænkur og aðra starfsmenn SOS í áfallahjálp. Hann heimsótti nýlega neyðaraðstoð SOS í Sýrlandi, Líbanon og Miðafríkulýðveldinu þar sem hann hélt námskeið í áfallahjálp.

Hér talar Boyle um upplifun sína af Sýrlandi.

Þú hefur unnið í mörgum löndum fyrir SOS Barnaþorpin þar sem ríkir neyð og börn eru sérstaklega berskjölduð. Hvernig er að bera ástandið í Sýrlandi saman við önnur verkefni sem þú hefur tekið þátt í?

Mörg neyðarsvæði í heiminum eru tímabundin – neyðin kemur og fer. Hér í Sýrlandi virðist neyðarástandið hins vegar engan endi ætla að taka. Áföll af völdum stríðs eru talin vera verstu form áfalla vegna þess að hættan hverfur aldrei. 

Áfallasérfræðingurinn Paul Boyle

Börn sem alast upp í stríði og átökum eiga í hættu á að verða sjálf þátttakendur í stríðinu þegar þau stálpast. Þetta er ástand sem við sjáum einnig hjá palestínskum börnum. Sýrlensk börn þekkja ekkert annað en stríð, átök, dauða og eyðileggingu og það er rétt hægt að ímynda sér hvaða áhrif þetta hefur á heimsmynd þeirra.

Sýrlensk, írösk og afgönsk börn sem flúið hafa til Evrópu hafa einnig orðið fyrir áföllum. Það er hægt að koma þessum börnum úr stríðinu og áföllunum, en það er mun erfiðara að ná stríðinu og áföllunum úr hugum barnanna, hjörtum og líkömum.

Hver eru einkenni áfallastreitu hjá börnum?

Vitrænu áhrifin eru lélegur orðaforði, ofbeldisfull hegðun og endurleikur á áföllunum. Börn í áfalli eiga það til að öskra eða gráta óhóflega, bregða auðveldlega og eru óhæf um að treysta öðrum og eignast vini. Þau eiga til að hræðast fullorðna einstaklinga sem minna þau á áfallið sem þau urðu fyrir. Þau geta einnig orðið kvíðin, hrædd, uppstökk, leið og einangruð.

Líkamlegu  áhrifin eru oft léleg matarlist eða meltingartruflanir, verkir líkt og höfuðverkur og magaverkur, svefnleysi og martraðir.

Hvað með fullorðið fólk? Hvernig vitum við þegar að foreldri eða samstarfsaðili er í áhættu?

Móðir og barn í AleppoÞað er hætta á að fullorðnir þrói með sér óbeina áfallastreitu. Þá er líklegt að foreldrar fái eitthvað af einkennum barnsins og þetta hefur í för með sér slæma heilsu, slæma einbeitingukvíða og jafnvel þunglyndi.

Sýrland er nú á sjötta ári stríðsins. Hvað er hægt að gera til að hjálpa þeirri kynslóð sem hefur alist upp í átökunum?

Börn verða fyrir mestum áhrifum af stríði og það er erfitt að breyta langtímaskaða sem þetta veldur. Til að hjálpa þessum börnum þurfum við að hætta stríðum og átökum, eyðileggingu og dauða. Vesturlöndin halda að það að sprengja Sýrland sé lausn við stríðinu, en þessi aðferð eykur aðeins við stríð og átök. Börn lifa við stöðuga ógn, hræðslu og hættur. Þörf er á betri pólitískum lausnum til að leysa vandamál Sýrlands.

Börn þurfa að læra að jörðin er góður staður og þau þurfa að sjá það í kringum sig. Í stað eyðileggingar þurfa þau að sjá uppbyggingu.

Segðu frá upplifun þinni af því sem þú sást í Sýrlandi.

Mér leist mjög vel á starf SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi. Ástin og umhyggjan sem starfsfólk SOS sýnir fátæku, berskjölduðu og jaðarsettu fólki er ótrúleg. Starfsfólkið lítur eftir fátækum börnum sem eru heimilis- og umkomulaus og koma þeim fyrir í aðstöðu SOS í Damaskus. Samtökin hafa teymi í Aleppo sem veitir neyðaraðstoð jafnvel þó að starfsfólkið sé í mikilli hættu. Þarfir fólksins eru í brennidepli þrátt fyrir hættur og áskoranir.

Það sem hafði mest áhrif á mig er sálræn heilsa sýrlenska starfsfólksins. Þau standa sig öll vel. Ég hef sjaldan upplifað slíka orku og kraft, og ég er mjög hrifinn af því góða sem þau gera með því að elska, annast og virða börnin. 

Hér að neðan eru fleiri myndir frá starfi SOS í Aleppo:

100_0731.JPG100_0710.JPG100_0746.JPG100_0802.JPG100_0872.JPG20161014_120919.jpg

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr