Alvarlega vannærð við komuna í þorpið
Árið 2006 eignaðist lítil stúlka nýtt heimili í SOS Barnaþorpinu í Nelspruit í Suður-Afríku. Hún hét Busi og var 18 mánaða gömul en mánuðina áður hafði hún dvalið á spítala þar sem hún var alvarlega vannærð. Lucy var ekki lengur í lífshættu þegar hún kom í þorpið en þó enn vannærð og með fylgikvilla tengda því.
Í dag er Lucy tólf ára fjörug stúlka og svaraði hún nokkrum spurningunum fyrir okkur.
Hvernig hefur þú það?
Mér líður vel. Ég er tólf ára og nýt þess að vera með fjölskyldu minni og vinum.
Hvað líkar þér mest við lífið og hvað finnst þér erfitt?
Lífið er mjög gott. Ég á yndislega mömmu og góða fjölskyldu. Mér finnst heimanámið erfitt en systkini mín og mamma hjálpa mér við það.
Hvernig er samband þitt við SOS móður og systkini?
Ég er ótrúlega heppin með fjölskyldu. Ég og mamma erum góðar vinkonur og hún er svo stolt af mér, sama hvað ég geri. Sambandið við systkini mín er líka gott. Tvíburabræður mínir eru alltaf að slást og ég þarf að halda hlutunum góðu á milli þeirra, annars eru allir sáttir.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Mér finnst gaman að leika við vini mína og það skiptir eiginlega engu máli hvað við gerum. Á hverjum degi eftir skóla förum við heim til að klára heimanámið og svo strax út að leika. (SOS Barnaþorpið í Nelsprut er samþætt samfélaginu svo SOS fjölskyldurnar búa í kringum fjölskyldur sem ekki tengjast SOS).
Svo finnst mér líka skemmtilegt í fótbolta og blaki. Ég er í skólaliðinu í báðum greinum.
Hvernig gengur þér í skólanum? Og hvaða fag finnst þér skemmtilegast?
Mér gengur vel í skólanum, fæ góðar einkunnir og á marga góða vini. Ég er í sjötta bekk og finnst skemmtilegast í stærðfræði af því að ég er góð í henni. Mér finnst líka gaman í vísindum.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðin stór?
Mig langar að verða læknir.
Ertu í einhverjum tengslum við líffræðilega ættingja þína?
Já ég hitti þau þegar ég var níu ára gömul. Félagsráðgjafi SOS fann þau og kynnti mig fyrir þeim. Líffræðileg móðir mín á við andleg vandamál að stríða en ég held að hún þekki mig núna. Frænka mín og systkini eru góð við mig þegar ég kem í heimsókn.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.