Bað um aðstoð fyrir fjölskylduna
Yevgeniy er drengur fárra orða en það erfir hann sjálfsagt frá foreldrum sínum sem voru lengi í erfiðleikum með að sjá fyrir börnum sínum þremur en hjónin glímdu við alkóhólisma og þunglyndi.
Yevgeniy fékk nóg of ástandinu og hafði samband við SOS Barnaþorpin í Úkraínu en Yevgeniy er 14 ára og elstur systkinanna. „Mamma, þau geta hjálpað okkur,“ sagði hann við móður sína, Innu sem er í dag afar fegin að hafa tekið ráðum sonar síns. „Lífið hafði kennt mér að reiða mig ekki á aðra. En SOS Barnaþorpin hafa bjargað lífi mínu,“ segir hún og tárast.
„Þegar ég loksins lét verða af því að fara til SOS, hitti ég Yaroslava, félagsráðgjafa. Hún spurði um líf mitt, hvað var erfitt við það og hvað var gott. Hún hlustaði virkilega á mig og þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem mér fannst einhverjum vera umhugað um okkur,“ segir Inna.
Yaroslava bauð henni að SOS myndi útvega þeim ýmislegt fyrir heimilið, borga skólagjöld fyrir börnin og útvega starfsþjálfun fyrir foreldrana sem þurftu líka að leggja sig fram til þess að verða betri fyrirmyndir. „Starfsfólk SOS hafði trú á okkur og það gerði mig vongóða,“ segir Inna.
Allir fjölskyldumeðlimir fengu líka aðgang að sálfræðingi SOS og börnin tóku þátt í námskeiðum utan skóla. Breytingar voru miklar að sögn Innu. „Börnin voru hamingjusöm. Ég og maðurinn minn töluðum saman og spáðum í framtíðinni. Það gerðum við aldrei áður.“
Innu var boðin starfsþjálfun hjá snyrtifræðing og gengur vel. Yevgeniy fékk þá sumarstarf á veitingastað sem aðstoðarmaður kokks. „Það var frábært og mig langar að verða kokkur eftir að ég er búinn með skólann,“ segir hann.
Yaroslava, félagsráðgjafi, segist vera afar ánægð með árangur fjölskyldunnar. „Markmið okkar er að fjölskyldan haldi áfram á þessari vegferð og verði fjárhagslega sjálfstæð. Það er mikilvægt að börnin haldi áfram námi og foreldrarnir í vinnu. Það sem er þó skemmtilegast að sjá er glampinn í augum þeirra allra, sem var ekki þar þegar ég hitti þau fyrst.“
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.