SOS sögur 24.janúar 2025

Bar bróður sinn á bakinu 10 km leið daglega

Bar bróður sinn á bakinu 10 km leið daglega

Rita er 14 ára og býr tímabundið í SOS barnaþorpinu í Jorpati í Nepal ásamt eldri bróður sínum, Bilas. SOS barnaþorpið í Jorpati sérhæfir sig í að taka á móti börnum með fötlun. Þar starfa fagaðilar sem hafa sérfræðiþekkingu á starfi með börnum með fötlun og aðgengi  í þorpinu er sérstaklega hannað með þarfir barnanna í huga.

Rita og bróðir hennar Bilas bjuggu áður í sveit hjá ömmu sinni og afa. Þau þurftu að ganga langar vegalengdir til að komast í skólann og bróðir Ritu er með sjúkdóm sem gerir það að verkum að hann á erfitt með gang. Rita bar því bróður sinn á bakinu til og frá skóla á hverjum degi, tæplega fimm kílómetra hvora leið.

Rita hefur mikinn áhuga á tísku og langar til að verða fatahönnuður þegar hún verður stór. Við fengum að fylgjast með henni nýta hæfileika sinn til að koma SOS mömmu sinni á óvart. Myndband um Ritu var sýnt í Öðruvísi jóladagatali SOS.

Hefur hæfileika í fatahönnun

Rita er 14 ára. Hún býr í SOS barnaþorpi í Nepal ásamt fimm systkinum og SOS mömmu sinni Kashmitu. Þetta barnaþorp er ólíkt öðrum barnaþorpum að því leytinu til að meiri hluti barnanna sem hér búa eru annað hvort með fötlun eða hafa upplifað eitthvað sem veldur því að þau þurfa sérstaka umönnun.

Ritu finnst mjög gott að búa hér því hér eru allir svo góðir hver við annan. Kashmita er svo góð við öll börnin. Hennar starf felst í því að gæta barnanna og passa upp á að þau komi vel fram hvert við annað. Hún gætir þess líka að allt gangi vel á heimilinu svo börnin geti einbeitt sér að heimavinnunni.

Dag einn komst Kashmita að því að uppáhalds kjóllinn hennar var ónýtur. Í barnaþorpinu hjálpast allir að. Ritu langar til að verða fatahönnuður þegar hún verður stór og þess vegna datt henni í hug að hún gæti hannað kjól fyrir SOS mömmu sína. Þegar hún hefur lausan tíma, nýtir hún hann til að hanna föt. Hún hefur þegar hannað 10 eða 11 mismunandi kjóla.

Rita hannaði kjól fyrir SOS mömmu sína, Kashmitu. Rita hannaði kjól fyrir SOS mömmu sína, Kashmitu.

Áhuginn kviknaði út frá bíómynd

Hún sá þetta einu sinni í bíómynd og hefur alveg síðan þá langað til að verða fatahönnuður. Rétt hjá barnaþorpinu er klæðskeri sem saumar skólabúninga barnanna. Rita ætlar að kanna hvort hann geti saumað fyrir hana kjól sem hún hannar. Rita spyr klæðskerann hvort hann geti saumað kjólinn fyrir sig. Þau ræða um það hvernig kjóllinn eigi að vera á litinn. Klæðskerinn tekur að sér verkið og Rita kveður hann og heldur heim á leið.

Líffræðilegur bróðir Ritu, Bilas, býr líka í barnaþorpinu. Þeim finnst gaman að spila borðtennis saman. Rita og Bilas komu frá dreifbýli Nepal, ekki langt frá Kathmandu. Þau bjuggu hjá ömmu sinni og afa á litlum bóndabæ. Bilas er með sjúkdóm sem veldur því að hann á erfitt með gang, sérstaklega ef hann þarf að labba langt. Rita þurfti þess vegna að bera bróður sinn á bakinu á hverjum degi þegar þau gengu í skólann, 5 km hvora leið.

Rita bar Bilas bróður sinn á bakinu í skólann á hverjum degi, 5 km hvora leið. Stjórnendur SOS barnaþorpsins í Jorpati fréttu af aðstæðum systkinanna í umfjöllun fréttablaðs. Rita bar Bilas bróður sinn á bakinu í skólann á hverjum degi, 5 km hvora leið. Stjórnendur SOS barnaþorpsins í Jorpati fréttu af aðstæðum systkinanna í umfjöllun fréttablaðs.

Bilas hefur náð miklum bata

Amma þeirra og afi höfðu miklar áhyggjur af þeim því börnin voru alltaf þreytt og höfðu lítinn tíma til að vinna heimavinnuna sína. Dag einn birtist grein um systkinin í fréttablaðinu. Sennilega var einhver frá SOS Barnaþorpunum í Nepal sem sá greinina því systkinunum Ritu og Bilasi var boðið að koma í barnaþorpið og búa þar.

Hér fá þau að búa þar til þau hafa klárað skólagöngu sína. Fótur Bilas hefur lagast mikið eftir að þau komu í barnaþorpið. Hér fær hann rétt lyf og þjálfun til að auðvelda honum að ganga. Hann er orðinn mjög góður í borðtennis.

Þegar það fer minni tími hjá systkinunum í að ganga til og frá skóla þá hafa þau meiri tíma til að leika við vini sína. Besta vinkona Ritu heitir Garima. Hún kann ekki borðtennis en henni finnst gaman að horfa á. Það finnst Ritu skemmtilegt.

Kashmita var himinlifandi með kjólinn sem Rita hannaði fyrir hana. Kashmita var himinlifandi með kjólinn sem Rita hannaði fyrir hana.

Mun sakna barnaþorpsins

Nú er kominn tími til að kíkja til klæðskerans og ná í fötin sem hún hannaði fyrir Kashmitu. Rita gefur Kashmitu fötin sem hún lét sauma og Kashmita er bæði mjög spennt og hissa. Rita segir henni frá því að hún hafi hannað kjól og buxur fyrir hana í staðinn fyrir þann sem var ónýtur. Klæðskerinn hafi hjálpað henni að sauma fötin. Kashmita er svo spennt að prófa fötin strax. Og hún er alveg í skýjunum með fötin.

Það kemur að því að Rita og bróðir hennar flytji úr barnaþorpinu og standi á eigin fótum. Rita mun sakna þess að búa hérna. En hún saknar líka ömmu sinnar og afa og hún ætlar að flytja aftur til þeirra og passa upp á þau þegar hún er orðin eldri og búin að klára námið sitt sem fatahönnuður. Og Bilas getur komið og heimsótt þau, án aðstoðar frá öðrum.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr