SOS sögur 29.maí 2017

Bjó á götum Gaza frá þriggja ára aldri

Sarah er tólf ára gömul stúlka frá Gaza í Palestínu. Foreldrar hennar skildu þegar hún var þriggja ára en fjölskylda hennar var afar fátæk og var grunnþörfum Söruh ekki sinnt.

Við skilnaðinn fór Sarah með föður sínum sem gat með engu móti séð fyrir litlu stúlkuna.

Ástandið var mjög slæmt en frá þriggja ára aldri eyddi Sarah flestum dögum á götum Gaza að betla. Hún fór ekki í skóla og þurfti að finna sér mat sjálf. Þar fyrir utan var stríðsástand á Gaza sem hafði slæm áhrif á llitlar sálir. Hún var afar berskjölduð og lenti í skelfilegum atburðum. Hún varð fyrir margskonar ofbeldi og er til að mynda með alvarlega brunasár bæði í andliti og á líkama. Vegna þess þjáist hún í dag af miklum kvíða og áfallastreituröskun.

Þegar Sarah var tólf ára giftist faðir hennar aftur. Sú kona fór með Söruh á heilsugæslu í nágrenninu og fengu SOS Barnaþorpin á Gaza fregnir af því. Teymi frá SOS fór og hitti Söruh sem varð til þess að hún var lögð inn á spítala vegna sýkinga í brunasárum hennar.

2016-03-31-0794.jpg

Eftir að Sarah var útskrifuð af spítalanum flutti hún í SOS Barnaþorpið í Gaza. Þar hefur hún eignaðist SOS móðir og systkini. Sarah hefur þurft á mikilli sálfræðiaðstoð vegna atburðanna sem hún lenti í.

Þá var erfitt fyrir Söruh að byrja í skóla þar sem hún var orðin tólf ára og hafði aldrei setið á skólabekk. Sarah er með sérkennara sem hefur aðstoðað hana mikið og hefur hún náð miklum framförum síðasta ár.

Þegar Sarah kom til SOS vissi hún í raun ekki hvernig eðlilegt líf var. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir SOS fjölskylduna mína og heimilið mitt. Brunasárið mín eru farin að gróa eðlilega og ég í fyrsta skipti á ævinni er ég hamingjusöm,“ segir hún.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr