Djúpt snortin eftir heimsókn í barnaþorp í Ísrael og Palestínu
Söngdívan Hera Björk Þórhallsdóttir er einn af velgjörðarsendiherrum SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Hún var í Ísrael í vikunni í þeim erindagjörðum að skemmta á Eurovisionsamkomu í Tel Aviv en notaði tækifærið í leiðinni og heimsótti SOS barnaþorpin í Nazareth í Ísrael og Bethlehem í Palestínu. Hera er vægast sagt djúpt snortin eftir þessar heimsóknir.
„Ég er svo að springa úr þakklæti og kærleika eftir heimsóknina í SOS Barnaþorpin í Ísrael og Palestínu í liðinni viku. Og dauðskammast mín um leið fyrir það hvað ég leyfi mér stundum að kvarta og kveina yfir allskonar sem engu máli skiptir.
Börnin okkar eru það sem skiptir öllu máli og við bara megum ekki gleyma því. Börnin og starfsfólkið í SOS barnaþorpunum í Palestínu og Ísrael snertu mig djúpt. Þarna fer fram svo mikil og góð vinna sem miðar að því að styrkja og styðja börn sem af allskyns hræðilegum og ólíkum ástæðum geta ekki verið hjá foreldrum sínum eða fjölskyldu og þurfa að leggja sig alfarið undir verndarvæng samtaka eins og SOS.
Þarna er stríð á báða bóga og börnin í báðum löndum þjást af þeim sökum. Börnin sjálf eru algerlega dásamleg og full af von. Þau hikuðu ekki við að henda sér í fangið á mér, sýndu mér stolt heimili sitt, umgengust SOS mómmu sína og annað starfsfólk af virðingu og væntumþykju, við bökuðum saman pizzu og sungum fyrir hvert annað…einstóm ást og gleði innan um allar hörnungarnar, áföllin og erfiðu staðreyndirnar sem þarna stara á mann úr öllu áttum.
Èg fèkk í kveðjugjöf mynd af hönd sem eitt hjartað gerði og undir myndinni stendur á arabísku “Höndin þín skilur eftir mark á heiminn”! Þeirra hendur og allra sem þarna starfa skilja klárlega eftir mark sitt í mínu hjarta og mínum heimi. Held ótrauð áfram að springa úr þakklæti og kærleika og hvet ykkur til að gera slíkt hið sama❤️“
Hera tók lagið fyrir börnin eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.