SOS sögur 20.júní 2016

„Ef við fengjum ekki læknisaðstoð væri Ahmad nú þegar dáinn.“

Abdullah og fjölskyldan hans voru send frá Svíþjóð til Ungverjalands eftir erfiða för í gegnum Evrópu. Fjölskyldan flúði stríð og öfgahópa í Írak, en meginástæða flóttans var þó veikindi hins sextán ára Ahmeds, bróður Abdullah, en hann þjáist af erfðatengda blóðsjúkdómnum marblæði.

Faðir Abdullah lést fyrir fjórum árum og síðan þá hefur Abdullah verið höfuð fjölskyldunnar. Hann skipulagði flótta fjölskyldu sinnar frá Írak til Svíþjóðar. Markmiðið var Svíþjóð vegna þess að eldri systir Abdullah býr í landinu.

Förin til Svíþjóðar var löng og ströng. Fjölskyldan ferðaðist í gegnum Tyrkland, Grikkland, Albaníu, Svartfjallaland, Serbíu, Ungverjaland, Austurríki, Þýskaland og Danmörku áður en hún komst loksins til Svíþjóðar.

„Þetta var afar stór og erfið ákvörðun,“ segir Abdullah. „Það var mjög erfitt að ákveða hvaða leið skyldi taka og hverjum við ættum að fylgja.“

„Við vissum ekki að ferðin yrði svona erfið. Maður borgar smyglurum háar upphæðir og er algjörlega undir þeim kominn. Þrátt fyrir að förin hafi verið erfið fyrir okkur var engin leið að snúa til baka.“

„Við vorum hamingjusöm í Svíþjóð,“ bætir Abdullah við. Ellefu ára bróðir hans, Mohammad, fór í skóla og Ahmad hóf meðferð við marblæði. En svo, skyndilega, kom brottvísunin.

Nú býr fjölskyldan í yfirfullum flóttamannabúðum um 30 kílómetrum frá Búdapest í Ungverjalandi. „Hér eru aðstæður gríðarlega erfiðar,“ segir Abdullah. „En þegar ég sé Marton er ég hamingjusamur. Hann er fyrsti vinur minn í Ungverjalandi. Hann er mjög jákvæður og hann hjálpar okkur.“

Marton Bisztrai er túlkur hjá SOS Barnaþorpunum í Ungverjalandi. „Vinnan mín er afar gefandi vegna þess að ég get hjálpað fólki að líða betur,“ segir Marton.

SOS Barnaþorpin eru nú að reyna að finna meðferð fyrir Ahmad. Katalin Berend, barnalæknir sem starfar hjá SOS Barnaþorpunum, segir meðferðina sem Ahmad þurfi á að halda vera afar dýra. Lyf við sjúkdómnum kosta rúmar 200.000 krónur (1.600 €) á mánuði, og sú lausn er aðeins tímabundin. „Beinmergsskipti gætu hjálpað drengnum meira,“ segir Berend.

Ahmad er í algjörum forgangi hjá Abdullah. „Ég hugsa ekki um mína eigin framtíð, heldur hugsa ég um framtíð fjölskyldunnar. Ahmad er mikilvægasti meðlimur fjölskyldunnar. Hann og allir í fjölskyldunni hafa misst tvö ár úr lífi sínu. Við misstum líka allt spariféð okkar. Ef við fengjum ekki læknisaðstoð hér í Ungverjalandi væri Ahmad nú þegar dáinn.“

 

*Öllum nöfnum hefur verið breytt vegna persónuverndar. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr