SOS sögur 2.nóvember 2017

„Ég var bara barn“

„Ég var bara barn“

Andrea er 19 ára gömul stúlka frá Ungverjalandi. Í dag dreymir hana um að verða kennari en fyrir sex árum fékk Andrea ásamt fjórum yngri systkinum sínum nýtt heimili í SOS Barnaþorpi.

Þá var það SOS móðirin Vera sem tók á móti systkinunum. Það var árið 2011 þegar Andrea var 13 ára, elst systkinanna. „Ég gleymi aldrei deginum sem þau komu í fylgd lögreglunnar og kynmóður sinnar. SOS hafði nokkrum dögum áður reynt að taka börnin af heimilinu en það gekk ekki, og því var lögreglan fengin til þess,“ segir Vera.

Mynd frá SOS barnaþorpi í Ungverjalandi. Stúlkurnar á myndinni tengjast ekki þessari sögu. Mynd frá SOS barnaþorpi í Ungverjalandi. Stúlkurnar á myndinni tengjast ekki þessari sögu.

Neyddu stúlkuna í vændi

„Foreldrar Andreu bjuggu í útjaðri höfuðborgarinnar við mikla fátækt. Þau beittu börnin sín ofbeldi og neyddu Andreu í vændi. Öll börnin voru vannærð, með litla málgetu og voru sífellt hrædd. Andrea var mjög brotin. Hún var ekki nema 38 kíló og átti einar gallabuxur og einn bol til að vera í,“ segir Vera. „Af öllum systkinunum átti Andrea erfiðast með breytingarnar. Hún var vön mjög brengluðum aðstæðum og var dónaleg fyrstu dagana. Ég náði til hennar smám saman og fann hvað hún var hjálparlaus.“

Andrea hafði ekki gengið í skóla og neytti eiturlyfja sem foreldrar hennar útveguðu. Fyrstu vikurnar í þorpinu þurfi hún því á mikilli aðstoð við að hætta neyslu og reyna á sama til að venjast venjulegu lífi.

„Ég var búin að kaupa nærföt henda börnunum þar sem þau áttu ekki nein. Þegar ég kom úr búðinni skildi ég pokann eftir inni í forstofu. Stuttu síðar sá ég Andreu koma og stela pokanum, hún setti hann undir peysuna og hljóp upp í herbergi. Svo faldi hún nærfötin í skúffunni sinni. Ég talaði við Andreu og sagði að nú þyrfti hún ekki lengur að stela. Nærfötin væru handa henni. Þarna sá ég Andreu brosa í fyrsta sinn, hún var svo ánægð með að eiga loksins eitthvað,“ segir Vera.

Þarna sá ég Andreu brosa í fyrsta sinn, hún var svo ánægð með að eiga loksins eitthvað. Vera - SOS móðir Andreu

Strauk aldrei aftur

Andrea strauk nokkrum sinnum á fyrstu mánuðunum og þurfti Vera mörgum sinnum að ná í hana eftir strok. Eftir eitt slíkt urðu ákveðin kaflaskil samkvæmt Veru. „15. janúar 2012 er dagsetning sem er föst í minni mínu. Andrea hringdi í mig klukkan sjö um morguninn en þá hafði hún strokið um nóttina. Hún var grátandi og bað mig um að ná í sig. Þá var hún með kynmóður sinni sem reyndi að neyða Andreu til að hafa samfarir við eldri mann. Ég hljóp út úr húsinu, fór með litlu börnin í pössun, og beint til Andreu sem gat sagt mér heimilisfangið. Hún strauk aldrei aftur.“

Fyrsta árið fengu systkinin heimsóknir frá kynforeldrum sínum. Börnunum fór þó að líða illa í heimsóknunum og að þeirra frumkvæði var ákveðið að foreldrarnir mættu ekki koma í heimsókn. Á sama tíma varð samband Veru og Andreu sífellt betra og í dag eru þær góðar vinkonur. Að fara saman í sund er eitthvað sem þær gera reglulega, þá eiga þær gæðastund saman sem mæðgur og geta spjallað um allt mögulegt.

Þar sem Andrea hafði misst mörg ár úr skóla fékk hún fyrst um sinn heimakennslu frá Veru. Þetta var líka tími sem nýttur var til að styrkja tengslin og ræða fortíðina. Einnig hafa öll systkinin fengið aðstoð sálfræðinga og annarra fagaðila.

Hún var grátandi og bað mig um að ná í sig. Þá var hún með kynmóður sinni sem reyndi að neyða Andreu til að hafa samfarir við eldri mann. Vera

Húðflúrin minntu á erfiða fortíð

Andrea er með mörg húðflúr sem hún hafði fengið áður en hún kom í þorpið. Með tímanum fóru þau að minna hana á fortíðina sem henni fannst óþægilegt. Hún vildi losna við þau og fékk stuðning frá Veru til að láta fjarlæga þau. Ekki var hægt að fjarlægja þau öll en þá ákvað Andrea að láta setja önnur húðflúr yfir þau gömlu.

„Ég er nú ekki hrifin að húðflúrum og þá sérstaklega ekki hjá unglingum,“ segir Vera. „En henni leið betur með að fá sér önnur húðflúr yfir þau gömlu og ég studdi það. Hún er sterkur persónuleiki, þrátt fyrir allt, og það er magnað. Hún þarf að læra að taka sínar eigin ákvarðanir, en auðvitað með góðri leiðsögn frá mér.“

Ég var bara barn og gerði ekkert rangt. Andrea

Ég var bara barn

Andrea klárar menntaskóla næsta vor og veit alveg hvað hún vill gera eftir það. „Áður en ég kom hingað í þorpið gat ég ekki einu sinni látið mig dreyma um þetta líf. Ég man að mig langaði ekki búa hérna þar sem ég var vön svo allt öðru. Ég mótmælti, öskraði og grét til skiptis og saknaði móður minnar. Þrátt fyrir að hún hafi farið mjög illa með mig var hún samt mamma mín og ég hafði enga aðra.

En smám saman fann ég hvað mér leið vel. Ég gat borðað eins mikið og mig langaði til, ég gat farið í bað og það meiddi mig enginn. Eftir smá tíma fór ég að skammast mín. Ég skammaðist mín fyrir að hafa verið vændiskona. Ég hataði húðflúrin mín því þau minntu mig á hvað ég gerði. En mamma Vera kenndi mér að sættast við fortíðina. Ég var bara barn og gerði ekkert rangt. Ég tala ekki við kynforeldra mína í dag og hef engan áhuga á að lifa þeirra lífi. Við systkinin erum á svo mikið betri stað í dag. Vera er mamma mín og hún styður mig í því sem mig langar að gera,“ segir Andrea.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði