SOS sögur 5.ágúst 2016

Eþíópía er þurr: Myndasaga

Þrátt fyrir stöku regn árið 2016 er mikill matarskortur og vannæring vegna þurrka í gjörvallri Eþíópíu. Í Hararghe fylki í austri hefur verið sérlega þurrt og þó að svæðið sé grænt hefur óstöðugt regnið og fræskortur vegna þurrksins í fyrra leitt til mikils uppskerubrests. Íbúar á svæðinu kalla matarskortinn græna hungrið.

Nýlega styrkti utanríkisráðuneytið SOS Barnaþorpin á Íslandi til að fjármagna neyðaraðstoð samtakanna í Eþíópíu. Styrkurinn hljóðar upp á 12.5 milljónir og mótframlag SOS á Íslandi er 700 þúsund. Því fara 13.2 milljónir frá Íslandi til neyðaraðstoðar SOS Barnaþorpanna í Eþíópíu.

Ungur bóndi í Gursum. Í ár verðum við svöng

Ungur bóndi í Gursum

Óstöðugt regn er ekki það eina sem skemmt hefur fyrr uppskeru í Eþíópíu. Þurrkar síðasta árs leiddu til þess að plöntur náðu ekki nægum vexti til að bera af sér fræ. Í sumum tilfellum hafa bændur ekki getað plantað neinum fræjum vegna skorts á svæðinu. Þessi ungi bóndi í Gursum héraði í Hararghe segir „í ár verðum við svöng.“

Uppskerubrestur í HarargheUppskerubrestur í Hararghe

„Fylkið okkar hefur 2,4 milljónir íbúa. 44 prósent þessa fólks þurfa á matar- og neyðaraðastoð að halda vegna þurrkanna og skortsins sem þeir hafa skapað.“ Þetta segir Teferra Eshete, snemmviðvörunarstjóri frá ríkisstjórn Eþíópíu sem starfar í austur Hararghe.

 

Markaður í Gursum

Markaður í Gursum

Annað stórt vandamál sem Hararghe íbúar berjast við er gríðarleg hækkun á verði á grænmeti og korni á mörkuðum fylkisins. „Aukningin er að minnsta kosti 50% og við höfum ekki efni á að kaupa ferska vöru,“ segir kona í Gursum. Þessi verðhækkun eykur á viðvarandi vandamál og neyðir enn fleiri til að leita til neyðaraðstoðar.

Kúabóndi í Bokko

Kúabóndi í Bokko

„Ég missti 60 prósent dýra minna í fyrra,“ segir bóndinn. Að auki eru þeir nautgripir sem enn eru á lífi seldir fyrir lágt verð á markaðnum vegna þess hve léttir þeir eru og vegna lækkandi verðs á kjöti.

100% uppskerubrestur í Chinaksen

100% uppskerubrestur í Chinaksen

Chinaksen hérað er líklega undir mestum áhrifum frá þurrkinum. Á þessu svæði í Sómalífylki hefur uppskerubrestur verið algjör.

 

Fjölskyldur bíða eftir mataraðstoð frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) í Chinaksen

Fjölskyldur bíða eftir mataraðstoð frá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) í Chinaksen

Íbúar í Chinaksen bíða í röð fyrir utan matarbirgðastöð Matvælastofnunar SÞ. Í dag eru matarpakkar gefnir óléttum konum og mæðrum með ungbörn.

 

Ung stúlka bíður eftir mat í Chinaksen

Ung stúlka bíður eftir mat í Chinaksen

Ung stúlka bíður eftir matarpakka frá Matvælastofnun SÞ.

 

Örvæntingafullar mæður sýna starfsmanni Matvælastofnunar matarmiða

Örvæntingafullar mæður sýna starfsmanni Matvælastofnunar matarmiða

Þegar dyrnar opnast hlaupa örvæntingarfullar mæður fremst í röðina, veifandi miðum til þess að fá athygli starfsmanns Matvælastofnunar SÞ.

 

Hjálparstarfsmaður neitar móður um mat

Hjálparstarfsmaður neitar móður um mat

Þessari móður var neitað um mat. Áður en hún fær matarpakka þarf hún að fá stimpil frá heilbrigðisyfirvöldum á matarmiðann sinn sem sönnun um að að minnsta kosti eitt af börnum hennar sé vannært.

 

Pökkum með ofurkorni dreift til mæðra í Chinaksen

Pökkum með ofurkorni dreift til mæðra í Chinaksen

Þessir pakkar innihalda kornvöru sem Matvælastofnun SÞ hannaði fyrir börn frá sex mánaða aldri til tveggja ára. Þetta „ofurkorn“ er búið til úr sojabaunum, sykri, vítamínum og steinefnum.

 

Móðir og barn bíða eftir heilbrigðisþjónustu í Fedis héraði

Móðir og barn bíða eftir heilbrigðisþjónustu í Fedis héraði

Konur safnast saman fyrir utan heilsugæslu í Fedis héraði í Hararghe. Aklima Ahmed, starfsmaður heilsugæslunnar segir: „Núna erum við að meðhöndla mæður og börn. Við höfum 108 óléttar konur og mæður ungbarna sem eiga alvarlega vannærð börn.“

 

 Abdi Ibrahim, starfsmaður skrifstofu um hindrun og viðbúnað hamfara (DPPO)  í Chinaksen

Abdi Ibrahim, starfsmaður skrifstofu um hindrun og viðbúnað hamfara (DPPO)  í Chinaksen

„Áttatíu prósent íbúa hér í Chinaksen fá mataraðstoð og ég býst við að fleiri munu bætast við á þessu ári. Það vekur þó meiri áhyggjur að vannæring barna hefur aukist hratt. Við höfum skráð yfir 3.500 tilfelli vannæringar barna á okkar svæði. Sum barnanna þjást af mjög alvarlegri vannæringu.

 

Barn þjáist af mjög alvarlegri vannæringu í Chinaksen

Barn þjáist af mjög alvarlegri vannæringu í Chinaksen

Börn sem þjást af mjög alvarlegri vannæringu fá meðferð á heilsugæslu. Móðir þessa barns mun fá þjálfun um næringu og fjölskylduáætlanir á heilsugæslunni í Chinaksen.

 

Barn þjáist af mjög alvarlegri vannæringu

Barn þjáist af mjög alvarlegri vannæringu í Chinaksen

Þetta þriggja mánaða barn kom til heilsugæslunnar í Chinaksen með móður sinni. Móðirin fékk ekki næga næringu og gat ekki gefið næga brjóstamjólk til að fæða barn sitt. F75 og F100 formúlur eru notaðar í meðferð við mjög alvarlegri vannæringu ásamt öðrum lyfjum sem SÞ gefa. Adenan Ahmed, hjúkrunarkona sem vinnur á heilsugæslunni segir, „í þessum mánuði höfum við haft 113 börn til meðferðar og við þurfum sárlega á meiri lyfjum og öðrum birgðum að halda. Vandamálið er að stækka og við eigum erfitt með að fylgja stækkuninni eftir.“

 Snemmviðvörunarsérfræðingur útskýrir framleiðsluleið fyrir smábændur

Snemmviðvörunarsérfræðingur útskýrir framleiðsluleið fyrir smábændum

Margt er gert til að hjálpa bændum í sjálfsþurftarbúskap. Remedan Mohammed, sérfræðingur í snemmviðvörunum hjá DPPO í þorpinu Bokko útskýrir framleiðsluleið fyrir þessa bændur sem hönnuð var af félagasamtökum í nágrenninu. „Þessi hönnun er með hærri grunni til að forðast sýkingar og hefur innvortis pípur með halla til að nýta vatnið sem best. Fjölbreytni í uppskerunni hér er næg til að gefa fjölskyldunum þá næringu sem þarf.“

 

Barn í Bokko

Barn í Bokko

Framleiðsluleiðin fyrir bændur í sjálfsþurftarbúskap hjálpar fátækum fjölskyldum að útvega mat fyrir börnin sín. Þrátt fyrir það eru þessar sömu fjölskyldur enn háðar mataraðstoð.

 

Bóndi syrgir uppskerubrest í Fedis

Bóndi syrgir uppskerubrest í Fedis

Bóndinn útskýrir að þrátt fyrir að plönturnar séu grænar geti hann ekki með nokkru móti útvegað fjölskyldu sinni mat. „Þurrkurinn hafði slæm áhrif á uppskeru síðasta árs og fyrsta uppskera þessa árs varð fyrir lirfuárás. Við höfum engar matarbirgðir og þessi uppskera mun líklega ekki gefa af sér fyrr en í desember. Þetta er grænt hungur.“

 

Vatnssöfnun í Sómalífylki

Vatnssöfnun í Sómalífylki

Á öðrum svæðum hefur enn ekkert rignt og fjölskyldur þurfa að ferðast langar vegalengdir á hverjum degi til að ná í vatn á stöðum eins og þessum, í útjaðri Jigjiga í Sómalífylki.

 

Barn í Bokko

Barn í Bokko

Þrátt að fá ekki nægan mat og næringu gleyma börn í Bokko ekki gleði sinni.

 

Brosandi strákur í Gursum

Brosandi strákur í Gursum

Þrátt fyrir þetta fallega bros þarf Gursum nauðsynlega á hjálp að halda. Áætlað er að meira en 1,1 milljón íbúa á svæðinu verði háð mataraðstoð í desember næstkomandi.

 

Þurrt fljót og óreglulegt regn í Hararghe

Þurrt fljót og óreglulegt regn í Hararghe

Óregluleg rigning þessa árs er kannski næg til að gera laufin græn, en hún er ekki nærri því nógu mikil til að tryggja fæðuöryggi á svæðinu.

 

Tvær stúlkur leika sér í Gursum

Tvær stúlkur leika sér í Gursum

Þessar stúlkur koma frá fátækum fjölskyldum í Gursum héraði í Hararghe. Nú er Ramadan og því borða þær ekki yfir daginn og fá aðeins takmarkað magn af mat á kvöldin. Glaðlyndi þeirra er tákn fyrir bjartsýni Eþíópíubúa á erfiðum tímum.

Myndir og saga: Rory Sheldon

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr