Fannst hún í raun aldrei vera drengur
Buddhi var aðeins eins mánaðar gömul þegar komið var með hana í SOS barnaþorpið Galle á Sri Lanka þar sem hún ólst upp. Hún kom þangað reyndar sem drengur, lífrræðilega, en eftir því sem hún varð eldri kom betur í ljós að hún hafði talsvert öðruvísi áhugamál en drengirnir í barnaþorpinu. Buddhi var mjög líflegt barn sem vildi farða sig og klæðast kvenmannsfötum og henni fannst hún í raun aldrei vera drengur.
Sagði mömmu að hún vildi verða kona
„Dag einn sagði ég við SOS mömmu mína að ég vildi verða kona," segir Buddhi þegar hún rifjar upp æsku sína í barnaþorpinu. Eftir samtöl við sálfræðing gat Buddhi látið draum sinn rætast og hafið kynleiðréttingarferli. Hún fékk fullan stuðning SOS móður sinnar og allra í barnaþorpinu í öllu ferlinu sem við tók og heldur áfram að móta líf Buddhi í dag.
Sjáðu frásögn Buddhi hér.
„Strákar leika sér yfirleitt með leikföng en mínir leikir snerust helst um að fara í fötin hennar mömmu og lita á mér varirnar," segir Buddhi sem bjó yfir hugrekki til að taka næstu skref. Eftir kynleiðréttingarferli tók uppeldi Buddhi mið af persónulegum þörfum hennar og hún gat loks verið hún sjálf.
Frá unga aldri átti ég tvo drauma: Annar var að verða kona og hinn að verða dansari. Buddhi
Hún flutti til Indlands þar sem hún lærði klassíska dansa og hana dreymir um að verða dansari á heimsmælikvarða. Þó Buddhi búi í öðru landi heldur hún enn nánu sambandi við fjölskyldu sína í SOS barnaþorpinu í Galle á Sri Lanka.
„Frá unga aldri átti ég tvo drauma: Einn var að verða kona og hinn að verða dansari á heimsmælikvarða. Á yngstu árunum erum við fæst með kynferðisvitund. Við höfum ekki þessi skil. Eftir því sem við verðum eldri gerum við okkur grein fyrir einhverjum skilum. Ég lærði margt á vegferð minni. Ég er hamingjusöm eins og ég er í dag," segir þessi hugrakka unga kona.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.