Fátæktin rændi mannvirðingunni
Það er okkur mikilvægt að Fjölskylduvinir SOS Barnaþorpanna á Íslandi séu upplýstir um hvernig framlögum þeirra er ráðstafað og eftirfarandi saga gefur góða mynd af því. Kojo er 14 ára strákur í Eþíópíu sem getur séð fram á bjartari tíma vegna stuðnings Fjölskylduvina SOS á íslandi. En lífið hefur hingað til verið allt annað en dans á rósum hjá Kojo og fjölskyldu hans.
Kojo upplifir reglulega vonleysistilfinningu og gengur hálfs hugar í skólann því honum finnst framtíð fjölskyldunnar vera kortlögð í fátækt. „Stöðug fátækt hefur rænt fjölskyldu mína virðingunni og manneskjulegum gildum. Við lifum við stöðugan skort á öllu. Mamma ræktar korn en nær ekkert að selja það því það fer allt í neyslu fjölskyldunnar. Við erum föst í vítahring.“ segir Kojo.
Dýrmæt fræðsla hjá SOS
Móðir hans, Hawa, er sorgmædd yfir því að börnin hennar tvö, 12 og 14 ára, séu að ganga í gegnum sömu lífsreynslu og hún gerði sem barn í fátækri fjölskyldu. Hawa er þó bjartsýn á framtíðina eftir að hafa verið tekin inn í Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna þar sem hún fær rekstrarmenntun og hún stefnir á fjárrækt. „Ég hef mikla ástríðu fyrir þannig rekstri því hann er arðbær. Og eftir námskeið í fjármálalæsi á vegum SOS hef ég uppgötvað kostina við sparnað. Ef foreldrar mínir hefðu búið yfir þessari vitneskju á sínum tíma hefði ég ekki þurft að hætta í skóla.“ segir Hawa.
Yfir hálf milljón manna í Fjölskyldueflingu SOS
SOS-fjölskylduvinir fjármagna Fjölskyldueflingu SOS. Hún gengur út á að sárafátækar barnafjölskyldur í nágrenni SOS barnaþorpa fá aðstoð til sjálfshjálpar svo þær getið séð fyrir börnum sínum og mætt grunnþörfum þeirra.
SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna tvö slík verkefni, annars vegar í Eþíópíu og hins vegar í Perú. Í verkefninu í Tulu Moye í Eþíópíu hjálpum við 567 fjölskyldum og í þeim eru 1609 börn. Í Perú eru fjölskyldur um eitt þúsund barna og ungmenna sem nýta sér aðstoð Fjölskyldueflingar okkar.
Skjólstæðingar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna á heimsvísu eru alls 505,800 talsins í yfir 98 þúsund fjölskyldum. Samtals eru þetta 574 Fjölskyldueflingarverkefni sem eru sérsniðin að aðstæðum á hverjum stað fyrir sig.
Fjölskylduvinir SOS Barnaþorpanna ráða sjálfir upphæðinni sem þeir greiða mánaðarlega til að hjálpa fjölskyldunum í okkar verkefnum. Hér geturðu gerst SOS-fjölskylduvinur.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.