SOS sögur 22.nóvember 2018

Fékk loksins að læra

Francis upplifði heimilisofbeldi á hverjum degi og þrátt fyrir að vera táningur þurfti hún að vinna til að framfleyta fjölskyldu sinni. Verandi elsta dóttirin á heimilinu hvíldu helstu skyldurnar á hennar herðum en þeim sinnti hún af miklu hugrekki. Þar af leiðandi gat Francis aðeins sótt skóla hluta úr vikunni og hafði engan tíma fyrir sjálfa sig.

VERTU SOS FJÖLSKYLDUVINUR

Svona aðstæður eru því miður algengar í Callao hverfinu í Líma, höfuðborg Perú og miðar Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna einmitt að því að hjálpa svona fjölskyldum. Fjölskylduvinir SOS Barnaþorpanna á Íslandi fjármagna fjölskyldueflingarverkefni SOS í Callao.

Svo fór á endanum að Francis og yngsti bróðir hennar komust undir hatt SOS Barnaþorpanna í Callao þar sem líf þeirra breyttist til hins betra. Francis var hrædd í fyrstu eftir aðskilnaðinn við foreldra sína því hún vissi ekki hvað tæki við hjá SOS. Þetta eru eðlilegar tilfinningar en fljótlega upplifði hún hvernig er að vera metin að verðleikum sínum og hún fékk loksins að gera það sem hana langaði mest til. Að læra.

Francis er í dag með næst hæstu einkunnirnar í bekknum sínum og segir öllum frá því með miklu stolti. Þrátt fyrir ýmis vandamál í kringum Francis er hún bjartsýn og með eljusemi og stuðningi SOS Barnaþorpanna ætlar hún að láta alla sína drauma rætast.

VERTU SOS FJÖLSKYLDUVINUR

Fjölskylduvinir SOS Barnaþorpanna á Íslandi greiða mánaðarlega upphæð að eigin vali og styrkja um leið sárafátækar fjölskyldur í verkefnum okkar í Perú og Eþíópíu.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr