SOS sögur 15.júní 2023

Fannst við lánsöm að eignast barn á Íslandi

Fannst við lánsöm að eignast barn á Íslandi

Oft er sagt að það breyti sýn fólks á lífið að eignast barn. Við viljum börnunum okkar það besta og vitum að þau þurfa ást og umhyggju sinna nánustu til að dafna. Við vitum líka að mörg börn eru ekki svo heppin að eiga góða að. Hjónin Jakob Frímann Þorsteinsson og Vanda Sigurgeirsdóttir höfðu nýlega eignast tvö elstu börnin sín um aldamótin þegar þau ákváðu að skrá sig sem SOS-foreldra lítils drengs í SOS barnaþorpi í Bangladess.

SOS Barnaþorpin veita mun­að­ar­laus­um og yf­ir­gefn­um börn­um stað­gengil fyr­ir þá fjöl­skyldu sem þau hafa misst. Rík áhersla er lögð á það í starfi samtakanna að börnin myndi tilfinnignaleg tengsl við SOS mömmur sínar og pabba og það heillar Vöndu og Jakob.

Strákurinn sem Vanda og Jakob styrktu í 19 ár. Strákurinn sem Vanda og Jakob styrktu í 19 ár.

 Börn sem alast ekki upp við eins góð skilyrði og á Íslandi

„Við eignuðumst tvö eldri börnin okkar árin 1998 og 2000 og ákváðum í framhaldinu að styðja barn hjá SOS. Okkur fannst við lánsöm að eignast barn á Íslandi og langaði að styðja við barn sem hefði ekki sömu uppeldisskilyrði og okkar börn. Okkur fannst þetta táknrænt og við vildum nota tækifærið til að láta gott af okkur leiða.“

Í gegnum upplýsingaréf og myndir fylgdist fjölskyldan með uppvexti drengsins í 19 ár eða þangað til hann flutti úr barnaþorpinu. „Svo var hann orðinn fullorðinn og farinn að standa á eigin fótum. Við vildum samt halda áfram og styðjum nú við annan dreng frá sama landi. Báðum hefur þeim vegnað vel og það er alltaf gaman að lesa um framfarir þeirra og þroska. Við finnum fyrir þakklæti alla leið frá Bangladess.“

Í gegnum upplýsingaréf og myndir fylgdist fjölskyldan með uppvexti drengsins. Í gegnum upplýsingaréf og myndir fylgdist fjölskyldan með uppvexti drengsins.
„Við höfum því fundið það á eigin skinni hversu dýrmætt það er fyrir börnin að eiga tengsl og hversu vont það er að eiga þau ekki.“ Vanda og Jakob

Mesta sorgin að börnin okkar áttu ekki ömmu og afa

Höfuðáherslan í starfi SOS Barnaþorpanna í tugi ára hefur verið á að börn þrífist best í fjölskylduumhverfi við ást og umhyggju. Það er staðreynd að mikilvægt er að mynda tengsl við börnin okkar og barnabörn því það byggir dýrmætan grunn að framtíð barnanna. Jakob og Vanda skynja sterkt þessa tengingu við SOS Barnaþorpin. Þau misstu bæði foreldra sína of snemma til að börn þeirra hjóna næðu að mynda þessi tengsl við ömmur sínar og afa.

„Okkur finnst við hafa misst foreldra okkar allt of snemma. Þetta er mesta sorgin í lífi okkar og við foreldrarnir erum sorgmædd fyrir hönd barnanna okkar að hafa þetta dásamlega fólk ekki í lífi okkar. Við höfum því fundið það á eigin skinni hversu dýrmætt það er fyrir börnin að eiga tengsl og hversu vont það er að eiga þau ekki,“ segir Jakob.

Elsti sonur þeirra hjóna man aðeins eftir föðurafa sínum, bæði eldri börnin muna eftir foreldrum Vöndu en voru samt bara 12 og 14 ára þegar pabbi hennar dó og þar með áttu þau hvorki ömmu né afa á lífi. „Yngsti strákurinn okkar fæddist 2009 og hefur alist upp frá þriggja ára aldri án ömmu og afa. Þetta hefur sannfært okkur enn frekar um að styðja við barn hjá SOS, því mörg þeirra barna áttu engan að en öðluðust tengsl í barnaþorpunum – tengsl sem geta breytt lífi þeirra.“

Vanda og Jakob með mynd af drengnum sem þau styrktu í 19 ár, þar til hann flutti úr barnaþorpinu. Þá ákváðu þau að styrkja annan dreng í sama landi. Vanda og Jakob með mynd af drengnum sem þau styrktu í 19 ár, þar til hann flutti úr barnaþorpinu. Þá ákváðu þau að styrkja annan dreng í sama landi.
„Þetta eru fjármunir sem við greiðum með mikilli gleði um hver mánaðarmót því við erum að gefa barni tækifæri sem það á ekki kost á nema með stuðningi.“ Vanda og Jakobs

Erum að gefa barni tækifæri

Allur gangur er á því hvort SOS-foreldrar myndi tengsl við styrktarbörnin sín, skrifi þeim bréf eða sendi gjöf. Vanda og Jakob hafa eins og flestir látið duga að fylgjast með úr fjarlægð. Einna algengast er að gefa börnunum peningagjöf inn á framtíðarreikning barnsins við tilefni eins og afmæli og á jólum. Sá sjóður rennur óskertur til styrktarbarnsins sem fær hann afhentan þegar það flytur úr barnarþorpinu og fer að standa á eigin fótum á fullorðinsárunum. Mánaðarlegu framlögunum er svo varið í framfærslu barnanna.

„Þetta eru fjármunir sem við greiðum með mikilli gleði um hver mánaðarmót því við erum að gefa barni tækifæri sem það á ekki kost á nema með stuðningi. Auk þess treystum við SOS og öllu því hugsjónafólki sem þar starfar til að gera þetta vel. Með þessu litla framlagi er hægt að gera heiminn aðeins betri.“

Jólakort sem fjölskyldan fékk frá barnaþorpinu í Bangladess. Jólakort sem fjölskyldan fékk frá barnaþorpinu í Bangladess.

Dregur úr stuðningi á erfiðum tímum

Yfir 9.100 börn og ungmenni í 109 löndum fá stuðning SOS-foreldra á Íslandi en alls eru 69.200 börn og ungmenni í umsjón og á framfæri SOS í yfir 130 löndum. Heimurinn fæst nú við afleiðingar Covid-19 og stríðsins í Úkraínu og víða kreppir að með þeim afleiðingum að margir neyðast til að láta af stuðningi við hin ýmsu góðgerðarmál. Slíkt er skiljanlegt en Jakob og Vanda hvetja þá sem það mögulega geta að halda tryggð við sín málefni.

„Við höfum alltaf verið þakklát fyrir það tækifæri sem SOS Barnaþorpin veita okkur – að geta haft áhrif á líf barna langt í burtu. Við viljum halda stuðningi okkar áfram og hvetjum fólk til að gera það sama sé þess nokkur kostur. Þetta eru lágar fjárhæðir fyrir okkur Íslendinga sem margfaldast í virði í fátækari löndum. Við dáumst að þessu þróttmikla og mikilvæga starfi og erum stolt af því að geta lagt því lið. Við viljum bara skora á alla sem geta að styðja barn hjá SOS.“

„Við höfum alltaf verið þakklát fyrir það tækifæri sem SOS Barnaþorpin veita okkur – að geta haft áhrif á líf barna langt í burtu.“ „Við höfum alltaf verið þakklát fyrir það tækifæri sem SOS Barnaþorpin veita okkur – að geta haft áhrif á líf barna langt í burtu.“
SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði