SOS sög­ur 2.júlí 2018

Fjöl­skyldu­efl­ing hjálp­ar í Perú

Lík­am­legt, and­legt og kyn­ferð­is­legt of­beldi er því mið­ur al­geng sam­skipta­leið inn­an fjöl­skyldna í Perú og á hún sér menn­ing­ar­leg­ar skýr­ing­ar þar í landi. Fjöl­skyldu­efl­ing SOS Barna­þorp­anna í Perú snýr að stóru leyti að því að stuðla að rétt­um tjá­skipt­um inn­an fjöl­skyldna og eiga sam­skipti án of­beld­is.

Frá síð­ustu ára­mót­um hafa fram­lög ís­lenskra SOS-fjöl­skyldu­vina far­ið í Fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni í Perú og Eþí­óp­íu. Í Perú snúa helstu þætt­ir verk­efn­is­ins einnig að mennt­un barna, matarað­stoð og að­gangi að heil­brigð­is­þjón­ustu.

Ástand­ið er sér­stak­lega slæmt í hverf­inu Vent­anilla Pachacu­tec á Callao svæð­inu norð­an við höf­uð­borg­ina Líma. Þar er vel­ferð barna veru­lega ógn­að vegna fá­tækt­ar, sjúk­dóma og of­beld­is og af þeim sök­um var sjötta SOS-sam­fé­lags­mið­stöð­in á svæð­inu opn­uð árið 2016.

„Mið­stöðv­arn­ar eru opn­að­ar á svæð­um sem skil­greind eru mik­il fá­tækt­ar­svæði. Þang­að sækja fjöl­skyld­ur sem vegna fá­tækt­ar eiga fá tæki­færi í líf­inu. Í Callao er fá­tækt­in svo mik­il að all­ar fjöl­skyld­ur svæð­is­ins eru gjald­geng­ar í mið­stöð­ina.“ seg­ir um­sjón­ar­kon­an Maria Nu­nes.

Leið­togi þrátt fyr­ir hindr­an­ir

Staða fjöl­skyldu einn­ar í Callao þótti það al­var­lega að hún var tek­in inn í Fjöl­skyldu­efl­ing­una á síð­asta ári. Nayre, 27 ára, og mað­ur henn­ar Dilm­ar, 39 ára, gátu ekki séð fyr­ir tveim­ur börn­um sín­um, fjög­urra og eins og hálfs árs. Börn­in þurftu t.a.m. á lækn­is­að­stoð að halda sem for­eldr­arn­ir höfðu ekki efni á.

Með hjálp Fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar fá börn­in nú þá um­mönn­un sem þau þarfn­ast og þrátt fyr­ir al­var­leg veik­indi dótt­ur sinn­ar Ma­rite, get­ur Nayre gef­ið sér tíma fyr­ir störf í fjöl­skyldu­nefnd. Þar fær hún þjálf­un í leið­toga­hæfni og að­stoð­ar við heil­brigð­is­þjón­ustu.
Ma­rite er eins og hálfs árs og er með svo­kall­að dverg­höf­uð [microcephaly] en því fylg­ir and­leg­ur van­þroski.

Vel­ferð henn­ar er í for­gangi hjá Nayre „Ég er að von­ast til að hún nái að þrosk­ast nógu vel til að geta byrj­að að ganga og tala. Ég vil að hún verði heil­brigt barn og nái eðli­legri þyngd.“ Jafn­vel þó fjöl­skyld­an glími enn við vanda­mál er Nayre von­góð. „Upp­eldi barn­anna hef­ur breyst og ég er með­vit­aðri um vel­ferð þeirra og rétt­indi.“

Þú get­ur hjálp­að

Skjól­stæð­ing­ar SOS-fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar eru í dag um hálf millj­ón og er efl­ing­unni hald­ið uppi af fjöl­skyldu­vin­um SOS Barna­þorp­anna. Um 25 þús­und Ís­lend­ing­ar styrktu SOS Barna­þorp­in á síð­asta ári, þar af eru tæp­lega 1300 fjöl­skyldu­vin­ir.

Mjög einfalt er að ger­ast SOS fjöl­skyldu­vin­ur hér.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr