SOS sögur 11.janúar 2019

Flutt úr barnaþorpi og hjálpar nú fjölskyldum

Flutt úr barnaþorpi og hjálpar nú fjölskyldum

Veltirðu stundum fyrir þér hvað verður um börnin eftir að þau yfirgefa SOS barnaþorp? Svona er saga Móniku sem ólst upp í barnaþorpi í Malaví. Hún kom munaðarlaus í þorpið úr skelfilegum aðstæðum og satt best að segja virtist framtíð hennar ekki mjög björt. En með hjálp SOS Barnaþorpanna náði hún að brjótast út úr svartri fortíðinni og skapa sér gott líf.

Mónika er nú 23 ára og farin að standa á eigin fótum. Hún hefur lokið háskólanámi í heilbrigðisfræði og starfar sem félagsráðgjafi hjá SOS Barnaþorpunum. Þar hjálpar hún fátækum barnafjölskyldum í erfiðum og viðkvæmum aðstæðum. Hún ætlar að mennta sig enn frekar í heilbrigðisfræðinni og vill bæta aðstæður fjölskyldna í heimalandinu.

„Margt fólk í landinu mínu hefur ekki aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu. Ég á mér draum um að vinna á spítala og bæta aðstæður fyrir samlanda mína,“ segir Mónika.

Þó hún sé flutt úr barnaþorpinu er hún enn í nánu sambandi við SOS mömmu sína og systkini. Saga Móniku er gott dæmi um hvernig hægt er að búa sér til betra líf með bjartsýni og eljusemi.

Vel gert, Mónika.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr