SOS sög­ur 31.október 2022

Fram­tíð­ar­sjóð­ur­inn nýtt­ist til að byggja hús

Framtíðarsjóðurinn nýttist til að byggja hús

Mnemeke er 35 ára og býr með fjöl­skyldu sinni rétt hjá SOS barna­þorp­inu í Maseru í Lesótó. Mnemeke eign­að­ist nýtt heim­ili í SOS barna­þorp­inu ásamt tveim­ur systr­um sín­um og bróð­ur árið 1995, þá átta ára göm­ul. Hún seg­ist hafa not­ið barnæsk­unn­ar í þorp­inu. „Við höfð­um það ótrú­lega gott og feng­um mikla ást og um­hyggju,“ seg­ir Mnemeke.

Lang­aði að læra leð­ur­vinnslu

Þeg­ar Mnemeke hafði klár­að skyldu­nám var kom­inn tími til að fara í tækni­skóla þar sem hana lang­aði að læra leð­ur­vinnslu. „Ég var mjög spennt og sagði öll­um í þorp­inu frá því að ég væri að fara. Áður en ég kom í þorp­ið hafði mig ekki einu sinni dreymt um að fara í fram­halds­nám, en þarna var kom­ið að því,“ seg­ir Mn­meke. Eft­ir þriggja ára nám út­skrif­að­ist hún og lang­aði að fara á vinnu­mark­að­inn.

Það var þó erfitt að finna vinnu og því ákvað hún að fara í meira nám. Á þess­um tíma var Mnemeke og systkini henn­ar flutt úr þorp­inu til líf­fræði­legra ætt­ingja. „Ég fór því í há­skóla­nám,“ seg­ir Mnemeke stolt.

Of marg­ir í leigu­íbúð

Þeg­ar Mnemeke byrj­aði í námi leigði hún íbúð með bróð­ur sín­um, kon­unni hans og börn­um. Það var þó held­ur lít­ið hús­næði fyr­ir þau öll og því ákváðu systkin­in að nýta fjár­hæð­ina sem styrktar­for­eldr­ar þeirra höfðu safn­að inn á fram­tíð­ar­reikn­ing. „Við ákváð­um að nýta pen­ing­inn til að byggja okk­ur hús sem nú er til­bú­ið,“ seg­ir Mnemeke en systkin­in búa sam­an í hús­inu.

„Ég er ótrú­lega þakk­lát fyr­ir styrktar­for­eldra mína sem gerðu mér kleift að byggja fram­tíð­ar­hús­næði þar sem ég get búið með fjöl­skyldu minni,“ seg­ir Mnemeke sem er þó ekki langt frá SOS móð­ur sinni og barna­þorp­inu. Hún fer reglu­lega í heim­sókn og að sjálf­sögðu mæt­ir öll SOS fjöl­skyld­an í út­skrift­ina úr há­skól­an­um.

Hvernig þú gef­ur fram­tíð­ar­gjöf

Ein­fald­ast er að gefa pen­inga­gjöf á Mín­um síð­um hér á sos.is

Einnig er hægt að milli­færa í heima­banka. Fram­tíð­ar­reikn­ing­ur­inn er: 0334-26-51092, kennitala: 500289-2529. Mik­il­vægt er að kennitala styrktar­for­eldr­is komi fram svo rétt barn fái gjöf­ina.

SOS-for­eldri fær svo þakk­ar­bréf frá barna­þorp­inu þeg­ar gjöf­in hef­ur borist.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr