SOS sög­ur 27.maí 2016

Fyr­ir og eft­ir: Christa í Búrúndí

Christa er frá Búrúndí. Hún var að­eins einn­ar viku göm­ul þeg­ar móð­ir henn­ar lést. Móð­ir­in féll nið­ur holu í úti­húsi og þrátt fyr­ir að hafa ver­ið bjarg­að það­an dó hún stuttu eft­ir slys­ið.

Fram­tíð Christu var ekki björt fyrst um sinn. Hún var sett í um­sjá aldr­aðr­ar og fá­tækr­ar ömmu sinn­ar sem átti erfitt með að fæða og klæða barna­barn sitt. Í Búrúndí er tíðni barnadauða með þeim hæstu í heim­in­um, en um 8% barna deyja fyr­ir 5 ára ald­ur í land­inu.

Þeg­ar eng­inn var eft­ir til að sjá fyr­ir Christu var henni boð­ið ör­uggt líf hjá ást­ríkri fjöl­skyldu í Barna­þorpi SOS. Alls búa um 660 börn í barna­þorp­um í Búrúndí.

Christa

 Í dag er Christa hæfi­leika­rík 18 ára kona með bjarta fram­tíð fyr­ir hönd­um. Hún stund­ar nám við SOS Her­mann Gmeiner skól­ann í Buj­umbura, Búrúndí og hef­ur áform um að ger­ast blaða­mað­ur.

Þeg­ar Christa var ung hafði hún gam­an af að leika sér í par­ís, fara í felu­leik með SOS systkin­um sín­um og sippa. Nú hef­ur hún áhuga á körfu­bolta og er afar fær í íþrótt­inni.

 Þrátt fyr­ir að eiga gott líf í SOS Barna­þorp­inu get­ur Christa ekki sleppt því að hugsa um líf­fræði­legu fjöl­skyld­una sem hún þekkti aldrei.

 „Ég á enga líf­fræði­leg­an föð­ur eða móð­ur og eng­in fjöl­skyldu­tengsl utan SOS-fjöl­skyldu minn­ar.“ Seg­ir Christa. „Ég ver frí­tíma mín­um með SOS-móð­ur minni, en það væri frá­bært að vita hver ég í raun er.“

Vinstri: 5 ára Christa, hægri: 9 ára Christa ásamt SOS-systur sinni

Um það bil 610.000 börn í Búrúndí eru mun­að­ar­laus. Mörg þeirra hafa misst for­eldra sína vegna al­næm­is, en í fleiri til­fell­um hafa þau ver­ið yf­ir­gef­in vegna fá­tækt­ar. SOS Barna­þorp­in hafa ver­ið í Búrúndí frá ár­inu 1979 og starfa nú á 5 stöð­um þar í landi. Auk þess að reka 5 barna­þorp býð­ur SOS upp á dag­vist­un barna, mennt­un, verk­mennta­skóla og heil­brigð­is­þjón­ustu.

Stefna SOS Barna­þorp­anna er að styrkja fjöl­skyld­ur svo að börn sem eiga á hættu að missa for­eldra sína vegna fá­tækt­ar fái að eyða lífi sínu með þeim. Þau börn sem geta ekki ver­ið hjá eig­in fjöl­skyldu geta fund­ið ást­ríkt heim­ili hjá SOS Barna­þorp­un­um. 

 

 

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr