SOS sögur 25.maí 2016

Fyrir suma unga flóttamenn er förin til Evrópu einmanaleg

Líkt og þúsundir annarra ungra flóttamanna í Evrópu hóf hinn 16 ára  Jamal Muafak* för sína frá Sýrlandi með það að markmiði að hefja nýtt líf í Þýskalandi þar sem frændur hans búa. Hann var kominn til Norður Grikklands  þegar landamærum Makedóníu, Serbíu og fleiri landa var lokað. Jamal er nú einn af um það bil 30 fylgdarlausum börnum sem búa í Diavata flóttamannabúðunum í Grikklandi. SOS Barnaþorpin bjóða íbúum Diavata, sem eru allt í allt meira en 2.000 talsins, upp á kennslustundir, frístundastarf og annan stuðning.

 

Barn í Diavata flóttamannabúðunumFjöldamörg ungmenni líkt og Jamal hefja flóttaför sína einsömul eða í litlum hópum. Þessir hópar eru félagsskapur fyrir fylgdarlaus börn og einnig vörn gegn þjófum, vopnuðum hópum og ýmsum hættum sem flóttafólk mætir á för sinni. Samkvæmt hagstofu Evrópusambandsins voru um 90.000 flóttamenn af þeim milljón sem flúðu til Evrópu árið 2015 fylgdarlaus börn. Landamæri Grikklands og Balkanlandanna sem lokuðust í byrjun mars valda því að mörg fylgdarlaus ungmenni búa nú við erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum þar sem þau bíða eftir að fá hæli eða eru að fara í gegnum flókið ferli til að geta sameinast ættingjum sínum í Evrópu.

 

Fjölskyldusameining í erfiðum aðstæðum

Ekki ná öll börn og ungmenni til Evrópu. Eitt markmið flóttamannastarfsemi SOS er að hjálpa flóttamannafjölskyldum að sameinast á ný eftir aðskilnað.

 

Börn við kamra í DiavataSameining fjölskyldna getur tekið marga mánuði. Bæði barnið og ættingjar þess þurfa að fara í gegnum sendiráð þar sem þau eru stödd og leggja fram sönnun á fjölskyldutengslum, sem er afar erfitt fyrir fólk á flótta og þá sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki persónuskilríki. Sum ungmenni velja frekar að halda leið sinni áfram en að bíða eftir niðurstöðu úr sameiningarferli. Þau leita þá leiða til að komast fram hjá landamæravörðum með tilheyrandi áhættu. 

Jamal starfar nú með grískum lögfræðingum sem sérhæfa sig í aðstoð við minnihlutahópa og bindur vonir sínar enn við að komast til Þýskalands. Hann er þó orðinn þreyttur á biðinni og segir hann og vini sína í flóttamannabúðunum eyða miklum tíma í svefn. Hann getur þó talað við fjölskylduna sína í Sýrlandi og frændurna í Þýskalandi og nýtir frítíma sinn í það. Jamal og vinir hans í flóttamannabúðunum sakna þess að ganga í skóla og hafa möguleika á vinnu, en Jamal stefnir á að verða kokkur í Þýskalandi. sem þau eru stödd og leggja fram sönnun á fjölskyldutengslum, sem er afar erfitt fyrir fólk á flótta og þá sérstaklega fyrir þá sem hafa ekki persónuskilríki. Sum ungmenni velja frekar að halda leið sinni áfram en að bíða eftir niðurstöðu úr sameiningarferli. Þau leita þá leiða til að komast fram hjá landamæravörðum með tilheyrandi áhættu.

 

*Raunverulegu nafni Jamal Muafak hefur verið breytt vegna persónuverndar

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði