Fyrstu kynni
Sevda Iskrenova, móðir í SOS Barnaþorpinu í Trjavna í Búlgaríu skrifaði eftirfarandi frásögn um fyrstu kynni sín og sonar síns.
Ég er á leiðinni á sjúkrahúsið en þar hefur litli drengurinn búið frá því að hann fæddist. Nú fer bráðum að koma að því að ég sé hann. Ég verð að slaka á! Mun hann samþykkja mig? Ég horfi á öll sjúkrarúmin og líður eins og það sé að fara að líða yfir mig. Ég sé lítinn líkama sem virðist brothættur og veit að þetta er hann. Hárið er úfið og ég horfi á hann sofa. Hann er að vakna, opnar augun og horfir á mig. Ég sé fallegu augun hans og hann brosir. Ég finn hjartað slá hraðar og ég veit að ég mun elska þennan dreng. Ég rétti út hendurnar og spyr hvort hann vilji koma. Hann faðmar mig og ég finn að hann heldur fast í jakkann minn.
Við förum í gönguferð saman á róló. Ég reyni að sitja hann í róluna en hann vill bara vera í fanginu á mér. Við rólum því saman. Við rólum lengi og honum líður vel. Ég fer að hugsa um mína barnsæsku, hversu góð hún var. Ég var svo hamingjusöm og áhyggjulaus. Ég ætla að gera allt sem ég get til að gera hans barnsæsku eins góða og mína.
Við göngum rólega til baka. Ég gef honum smá að borða áður en við kveðjum hjúkrunarfræðingana sem hafa séð um hann síðustu mánuðina. Hann vill vera í fanginu á mér og ég finn hjartsláttinn hans sem er rólegur. Hann heldur utan um mig eins og hann leggi allt sitt traust á herðar mínar. Við förum heim saman. Heim í barnaþorpið.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.