SOS sögur 1.apríl 2016

Gekk tíu kílómetra á dag

Effie er sex ára stúlka frá Ghana. Áður en hún fékk nýtt heimili í SOS Barnaþorpi hafði hún aldrei farið í leikskóla eða skóla þar sem fjölskylda hennar hafði ekki efni á skólagjöldum. Þess í stað gekk hún tíu kílómetra á degi hverjum til að sækja eldivið og mat fyrir ættingja sína en foreldrar hennar voru látnir.

Þegar SOS Barnaþorpin fengu ábendingu um aðstæður stúlkunnar neituðu ættingjarnir að láta stúlkuna fara þar sem hún væri of góður vinnumaður. Josephine Boadzo, félagsráðgjafi SOS Barnaþorpanna man vel eftir deginum sem hún sótti Effie. „Hún hélt í fötin mín og vildi ekki koma nálægt ættingjum sínum. Mér fannst það skýrasta dæmið um hversu mikla vernd þessa litla stúlka þurfti.“

tpa-picture-76093.JPG

Hún segir Effie hafa verið í mjög slæmu ásigkomulagi. „Hún var afar vannærð, á tánum og í stórri karlmannsskyrtu. „Hún sagði mér seinna að hún hafi farið í sendiferðirnar einu sinni á dag og ef hún kom ekki með nægilega mikinn eldivið til baka var henni refsað með ofbeldi og fékk heldur engan mat þann daginn,“ segir Josephine.


Effie eignaðist nýja fjölskyldu í SOS Barnaþorpinu í Tamale í Ghana. Þá byrjaði hún í SOS leikskólanum og þurfi að fá læknisaðstoð vegna vannæringar. Samkvæmt aldri ætti Effie að byrja í skóla fljótlega en vegna sérstakra aðstæðna hennar er hún enn í leikskóla. „Ég elska leikskólann minn. Mér finnst skemmtilegast að teikna og lita,“ segir hún að lokum. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr