SOS sögur 17.september 2018

Guðrún María heimsótti styrktarbarn sitt til Fílabeinsstrandarinnar

Um níu þúsund Íslendingar eru SOS styrktarforeldrar og greiða mánaðarlega 3,900 krónur sem fara í framfærslu eins ákveðins barns eða fleiri í barnaþorpi. Sú upphæð nýtist í grunnþarfir barnsins, fæði, klæði, menntun, heilsugæslu og fleira. Margir styrktarforeldranna nýta sér rétt sinn til að heimsækja styrktarbarnið sitt og það er einmitt það sem Guðrún María Þorsteinsdóttir gerði í síðasta mánuði.

Guðrún María styrkir dreng í barnaþorpinu Aboisso á Fílabeinsströndinni í Afríku. Hann heitir Ezékiel og fagnaði 7 ára afmæli einmitt um það leyti sem Guðrún heimsótti hann í byrjun ágúst. Exékiel heillaði Guðrúnu Maríu alveg upp úr skónum og við fengum hana til að segja okkur frá heimsókn sinni í þorpið.

Ezekiel2.jpg

Hamingjusamur og heilbrigður

„Ég hef verið styrktarforeldri hans Ezékiel síðan í maí 2015 og hefur það alltaf verið á dagskrá að heimsækja hann einn daginn. Þar sem ég eyddi sumrinu mínu í Afríku kom ekki annað til greina en að kíkja við í barnaþorpinu hans á Fílabeinsströndinni. Þó ég hafi fengið mörg fréttabréf og þónokkrar myndir sendar heim þá jafnast ekkert á við það að hitta hann, gefa honum knús, sjá aðstæður í þorpinu, hvar hann býr og sjá hversu hamingjusamur og heilbrigður hann er. Núna er bara á dagskrá að læra frönsku, svo ég geti talað meira við hann í minni næstu heimsókn, og sagt honum hversu frábær strákur hann er og hversu stolt ég er af honum.

Tvennt af því besta sem ég hef gert

Ég hvet alla til að gerast styrktarforeldrar - það gefur bæði manni sjálfum, og barninu svo mikið. Einnig ef styrktarforeldrar hafa áhuga og tök á því - þá mæli ég eindregið með að heimsækja barnið og barnaþorp þess. Það að vera styrktarforeldri og að hafa heimsótt Ezekiel, er tvennt af því besta sem ég hef gert.“ segir Guðrún María.

Ezekiel3.jpg

Að gerast styrktarforeldri

Einfalt er að gerast SOS styrktarforeldri. Það er bæði hægt að gera með því að hringja á skrifstofu SOS Barnaþorpanna í síma 564 2910 eða fylla út skráningarformið á heimasíðinnu okkar. Þar getur þú valið um kyn, staðsetningu eða einfaldlega merkt við að styrkja barn þar sem þörfin er mest.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr