SOS sögur 4.febrúar 2020

Heillaði dómarana í The Voice og komst áfram

Nesrine Bouchnak, 9 ára stúlka sem býr í SOS barnaþorpinu í Mahres í Túnis, fékk alla dómarana þrjá til að snúa sér við þegar hún söng í fyrstu umferð sjónvarpsþáttanna The Voice Kids á arabísku sjónvarpsstöðinni MBC. Hún flaug því áfram í næstu umferð sem fram fer síðar í febrúar.

Nesrine söng túniskt þjóðlag, „In Jaka Rabii” (Ef vorið kemur) af slíkri fegurð að hún heillaði dómarana upp úr skónum. Myndband af frammistöðu Nesrine hefur fengið yfir 5 milljónir áhorfa á YouTube.

Nesrine byrjaði að æfa söng 5 ára gömul þegar hún gekk í kór- og söngklúbb í barnaþorpinu. „Reynsla Nesrine sendir sterk skilaboð til allra barna um að með þrautsegju má láta drauma sína rætast,“ segir Achraf Saidi, framkvæmdastjóri barnaþorpsins í Mahres. „Öll börn hafa einhverja hæfileika og það er skylda okkar að styðja þau í að þróa þá.“

9 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í SOS barnaþorpinu í Mahres.

GERAST SOS-FORELDRI

Nesrine BouchnakDraumar rætast

Nesrine hefur fylgst með fyrstu tveimur þáttaröðunum af The Voice Kids í sjónvarpinu og dreymt um að taka sjálf þátt. Sá draumur hefur nú ræst í þriðju þáttaröð. Starfsfólk barnaþorpsins skráði hana til keppni og hún komst í blindu áheyrnarprufurnar sem fram fóru í Líbanon 11. janúar sl. Þar átti hún þennan stórkostlega flutning sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði hér að ofan.

Allir í barnaþorpinu biðu spenntir fyrir framan sjónvarpið og fylgdust með Nesrine syngja í þættinum, SOS-mamman, systkini, vinir og starfsfólk og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar allir dómararnir þrír sneru sér við. Líbanska söngkonan Nancy Ajram var fyrst dómaranna til að snúa sér við og Nesrine valdi hana til að vera þjálfari sinn í keppninni.

Nú bíðum við spennt eftir að fylgjast með framgangi Nesrine í The Voice Kids. Í því samhengi bendum við á YouTube síðu keppninnar.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr