SOS sögur 13.júní 2023

Sesselja og Halldór heimsóttu styrktarbarn sitt til Perú

Sesselja og Halldór heimsóttu styrktarbarn sitt til Perú

SOS-foreldrar geta heimsótt styrktarbörn sín í barnaþorpin og það er stór stund í lífi barnanna þegar þau fá slíkar heimsóknir. Hjónin Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir og Halldór Eyjólfsson létu þann draum sinn rætast í nóvember sl. þegar þau heimsóttu styrktarbarn sitt til 19 ára í Perú. Þau segja hér sögu sína af heimsókninni.

Fyrir jólin 2003 fengum við fyrstu fréttir af drengnum sem var bara nokkurra vikna. Móðir hans lést við barnsburð. Sesselja og Halldór

Það má segja að aðdragandi ferðarinnar hafi byrjað fyrir 19 árum eða þegar við komumst fyrst í kynni við SOS Barnaþorpin. Nokkrum vikum eftir að frumburðurinn fæddist, í ágúst árið 2003, var Sesselja að spjalla við leiðbeinanda sinn í doktorsnáminu sínu og barst talið að SOS Barnaþorpunum. Leiðbeinandi hennar hafði þá nýverið hafið að styrkja unga stelpu í Afríku.

Við vorum nýbakaðir foreldrar og okkur langaði að láta gott af okkur leiða og stuðningur við SOS átti sérstaklega vel við.  Rétt fyrir jólin 2003 fengum við fyrstu fréttir af drengnum sem við erum svo lánsöm að fá að styrkja. Hann heitir Jose og var bara nokkurra vikna. Móðir hans lést við barnsburð og hann kom í SOS barnaþorpið í Cusco í Perú aðeins tveggja vikna gamall.

Jose umvafinn ástkærri fjölskyldu sinni í barnaþorpinu, SOS mömmu sinni og systkinum. Jose umvafinn ástkærri fjölskyldu sinni í barnaþorpinu, SOS mömmu sinni og systkinum.

Jose hluti af fjölskyldunni þrátt fyrir fjarlægð

Það er ólýsanleg gleði sem fylgdi því að fá senda mynd af litla sæta drengnum og upplýsingar um fósturfjölskylduna. Þrátt fyrir mikla fjarlægð hefur Jose verið á fjölskyldumyndaveggnum og alltaf rætt um hann innan okkar fjölskyldu sem hluta hennar. Í gegnum árin hafa fréttabréf og myndir glatt okkur mjög og það er dýrmætt að geta þannig fylgst með uppvexti Jose og ómetanlegu starfi SOS Barnaþorpanna.

Covid frestaði heimsókninni

Í byrjun Covid-faraldurs ákváðum við fjölskyldan að fara til Perú í sumarleyfi og heimsækja Jose áður en hann yrði 18 ára. Stefnan var sett á júlí 2021 en því miður varð að fresta þeim áformum þar sem faraldurinn var enn með heiminn í heljargreipum. Í nóvember 2022 gafst svo færi til að láta drauminn rætast en því miður komust strákarnir okkar ekki með því að þeir eru báðir í skóla.

Strákarnir okkar höfðu útbúið myndband til að senda Jose á spænsku og ensku þar sem þeir sögðu frá sér og hann sendi þeim myndband til baka. Sesselja og Halldór

Töluðu saman með hjálp Google-translate

Perú er magnað land og á þessum 10 dögum heimsóttum við helstu ferðamannastaði en hápunktur ferðarinnar var þó í lokin þegar við gátum loks heimótt Jose og hans fjölskyldu í úthverfi Cusco. Þegar við komum inn í þorpið mætti okkur afar hlýtt viðmót og gagnkvæm tilhlökkun. Heimilið var mjög snyrtilegt og nærumhverfið fallegt.

Jose og móðir hans ræddu við okkur með hjálp Google translate og gekk það ljómandi vel. Jose er opinn og skemmtilegur strákur og mamma hans sýndi okkur stolt myndir og myndbönd af honum þegar hann var lítill. Við hittum einnig öll systkini hans, sem eru á aldrinum 7-16 ára, og voru þau ansi forvitin um þessa framandi gesti. Strákarnir okkar höfðu útbúið myndband til að senda Jose á spænsku og ensku þar sem þeir sögðu frá sér og hann sendi þeim myndband til baka.

Jose og móðir hans ræddu við okkur með hjálp Google translate og gekk það ljómandi vel. Jose og móðir hans ræddu við okkur með hjálp Google translate og gekk það ljómandi vel.

Fyrirliði í háskólaliðinu og ætlar í matreiðslunám

Jose er orðinn flottur ungur maður, hann hóf nám í háskóla í viðskiptum og stjórnun en hætti vegna þess að honum fannst það ekki nógu áhugavert. Hann ætlar að fara í nám í matreiðslu og á sér þann draum heitastan að opna veitingahúsakeðju í Perú, því hann veit fátt skemmtilegra en að elda fyrir fjölskyldu og vini.

Hann er líka fyrirliði í háskólaliðinu í körfubolta og var að fara í sína fyrstu ferð utan Cusco til að keppa á móti í Lima. Hann er því á engan hátt ólíkur íslensku „bræðrum“ sínum og vill elta sína drauma. Við munum styðja hann áfram á þeirri vegferð svo hann geti sjálfur skapað sér bjarta framtíð og þannig styrkt sitt eigið samfélag.

Þó svo að Jose muni á endanum flytja úr barnaþorpinu og standa á eigin fótum mun hann alltaf eiga SOS mömmu sína að. Þó svo að Jose muni á endanum flytja úr barnaþorpinu og standa á eigin fótum mun hann alltaf eiga SOS mömmu sína að.

Bættu við sig styrktarbörnum eftir heimkomu

Í þessari ferð gafst okkur tækifæri til að sjá með eigin augum hversu mikilvægt starf SOS Barnaþorpanna er og afrakstur þess. Við heimkomuna ákváðum við að stækka „heimsfjölskylduna“ okkar og nú styrkjum við einnig tvo unga drengi frá Simbabve. Stefnan er sett á heimsókn þangað árið 2040.

-Halldór og Sesselja

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði