SOS sögur 7.júní 2018

Helga hefur styrkt dreng í Nepal í 18 ár

Helga Dröfn Þórarinsdóttir byrjaði árið 2000 að styrkja þriggja ára gamlan dreng í SOS Barnaþorpinu Kavre í nágrenni Kathmandú, höfuðborg Nepal. Drengurinn, Mani Thakali, er nú orðinn 21 árs og er á leið í meistaranám en menntun sína og gott fjölskylduumhverfi á hann meðal annars að þakka Helgu. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt við bæði Helgu og Mani.

Kvikmyndagerðarkonan Þóra Tómadóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir, velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, heimsóttu Mani á dögunum og ræddu líka við styrktarforeldri hans, Helgu Dröfn.

„Mér fannst kostur að SOS Barnaþorpin eru ekki samtök tengd einhverju stjórnmálaafli eða trúarbrögðum. Heldur var lögð áhersla á að búa börnunum heimili og fjölskyldu.“ segir Helga sem hefur frá upphafi fengið reglulega fréttir af Mani.

„Síðan hafa jafnt og þétt borist fréttir af því hvernig honum hefur vegnað. Hvernig honum gengur í skólanum og hvernig honum gengur félagslega. Eftir að hann fór að verða stálpaðri fóru líka að koma bréf frá honum. Honum hefur bara gengið nokkuð vel í skólanum og virðist vera félagslega sterkur.“ segir Helga.

„Barnaþorpið hefur breytt lífi mínu“

Um 140 börn búa í SOS barnaþorpinu Kavre með SOS fjölskyldum og fá tækifæri til að mennta sig og alast upp í ástríku fjölskylduumhverfi. Nokkur þeirra fá hjálp frá íslenskum styrktarforeldrum eins og Mani gerir.

„Ég kom í þorpið þegar ég var tveggja og hálfs árs. Ég ólst upp hérna og hef verið hér frá barnæsku. Ég kláraði gagnfræðiskólann hérna og nú stefni ég á meistaranám. Ef ég hefði ekki komið í barnaþorpið hefði ég ekki fengið að stunda háskólanám. Það er mjög vingjarnlegt hérna og maður eignast marga vini og systkini. Barnaþorpið hefur breytt lífi mínu.“ segir Mani.

Einfalt er að gerast SOS styrktarforeldri hér á heimasíðu sos.is

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr