„Hrædd um að litli drengurinn minn væri dáinn“
Sagan af hinum tólf ára Mustafa hefst í Damaskus í Sýrlandi þar sem hann ólst upp ásamt fjórum systkinum og foreldrum.
Mustafa er þroskaskertur og þarf aðstoð við daglegar athafnir. Síðastliðið sumar hvarf hann af heimili sínu. Það hafði gerst áður en stríðið hófst í Sýrlandi en þá skilaði hann sér yfirleitt heim með hjálp lögreglu og nágranna. Vegna stríðsins eru aðstæður í borginni verri en áður og voru foreldrar hans verulega skelkaðir þegar þeir komust að því að Mustafa hafði farið út eftirlitslaus. Fjölskylda hans hóf tafarlaust leit án árangurs en Mustafa var týndur í rúma tvo mánuði.
„Ég grét mig í svefn á hverju einasta kvöldi. Í hvert sinn sem ég hlustaði á fréttirnar heyrði ég af hörmungum og ofbeldi í landinu og óttaðist að drengurinn minn hefði lent í slíkum aðstæðum,“ segir móðir Mustafa sem hringdi oftar en einu sinni í lögregluna til að tilkynna hvarf sonar síns. „Lögreglan sagðist ekki hafa mannskap né tíma til að leita að Mustafa. Ég var virkilega hrædd um að hann væri dáinn.“
Til allrar lukku fann starfsmaður sýrlenska Rauða Krossins Mustafa. „Þegar ég fann drenginn var hann í ömurlegu ástandi. Hann var sofandi í almenningsgarði, í rifnum fötum og með stór ör um allan líkamann,“ segir starfsmaðurinn.
Starfsmenn Rauða Krossins ákváðu að fara með Mustafa til SOS Barnaþorpanna, á tímabundið heimili sem samtökin hafa komið upp fyrir börn sem finnast án foreldrafylgdar. Þar fékk Mustafa viðeigandi aðstoð frá læknum, sálfræðingum og öðru starfsfólki.
Þó Mustafa hafi liðið vel á heimilinu vildi hann þó alltaf fara heim til sín. Mustafa gat ekki greint frá nöfnum foreldra sinna eða heimilisfangi og því tók nokkrar vikur að finna uppi á þeim. Þegar það tókst urðu miklir fagnaðarfundir. „Ég varð svo glöð! Ég hafði ímyndað mér allt hið versta en svo tók hann á móti mér, hlæjandi og brosandi í hreinum fötum. Hann hafði greinilega eignast marga góða vini á SOS heimilinu og tengst starfsfólkinu sterkum börnum. Honum fannst eiginlega verst að þurfa að kveðja þau,“ segir móðir Mustafa. Fjölskyldan er enn í góðum tengslum við starfsfólk SOS Barnaþorpanna og börnin á heimilinu. „Þarna eignaðist Mustafa vini til framtíðar og sérfræðingar SOS hafa boðist til að halda áfram að aðstoða hann. Þetta er frábært fólk sem ég er afar þakklát fyrir að hafa í okkar lífi. Ég vildi óska að öll börn sem ekki eiga foreldra gætu verið hjá SOS.“
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.