Hræddur við pabba sinn og flúði
Hjá SOS Barnaþorpunum er frábært kerfi sem snýst um að sameina börn og foreldra þeirra eftir aðskilnað eða koma börnunum fyrir hjá öðrum fjöldkyldumeðlimum. Kareem mætti á umönnunarmiðstöð SOS í Damaskus í Sýrlandi árið 2017. Hann hafði flúið frá Aleppó og frá föður sínum sem hann var hræddur við.
GEFA FRJÁLST FRAMLAG TIL SOS BARNAÞORPANNA
Starfsfólk SOS hafði upp á frænda Kareems og aðstoðaði hann við að skjóta skjólshúsi yfir Kareem og yngri bróður hans.
Frændinn hafði ekki efni á að sjá fyrir bræðrunum tveimur en SOS Barnaþorpin aðstoðuðu hann við að opna litla matvöruverslun svo hann hefði einhverjar tekjur. SOS aðstoðaði líka með að greiða fyrir skólagögn strákanna og sá þeim fyrir sálfræðiaðstoð og í dag búa bræðurnir í öruggu skjóli hjá frænda sínum.
“Öll börn eiga skilið að alast upp hjá ástríkri fjölskyldu og láta drauma sína verða að veruleika. Við viljum hjálpa til við að láta það gerast,“ segir Samaan, starfsmaður í sameiningarteymi SOS Barnaþorpanna í Damaskus.
Heimsmarkmiðin
SOS Barnaþorpin vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Um er að ræða framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar en með henni er einnig leitast við að stuðla að friði um heim allan. Það úrvinnsluferli SOS sem hjálpaði Kareem og bróður hans heyrir undir heimsmarkmið númer 1, 2, 3 og 4.
SOS Barnaþorpin uppfylla heimsmarkmið númer 1, 4, 8, 10 og 16 að fullu. Þar að auki uppfylla þau markmið númer 3,5 og 17 að hluta.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.