SOS sögur 26.nóvember 2015

„Hryðjuverkamenn drápu alla karlmenn í þorpinu“

Síðastliðin ár hafa verið erfið í Diffa í Níger. Héraðið á landamæri við Nígeríu þar sem gríðarleg átök hafa verið að undanförnu og flóttafólk því streymt yfir landamærin. Alls hafa 150 þúsund manns flúið yfir til Níger, þar af 48% börn.

Fæðuöryggi var lítið í Diffa áður fyrr og er enn minna nú þar sem fólksfjöldi hefur aukist verulega. Talið er að um 156 þúsund manns í héraðinu lifi við mjög lítið fæðuöryggi og 23,5 % eru verulega vannærð.

Þar fyrir utan er tala munaðarlausra og yfirgefinna barna á svæðinu afar há og mikið er um andleg veikindi barna. Ástæðan fyrir því er meðal annars talin sú að fjöldi barna hefur upplifað áföll, til að mynda dauða foreldra og eyðileggingu heimila sinna.

„Ég flúði hingað til Diffa með börnin mín fimm,“ segir Isatu, nígerísk kona sem missti manninn sinn þegar ráðist var inn í þorpið þeirra í heimalandinu. „Hryðjuverkamenn drápu alla karlmenn í þorpinu, þar á meðal manninn minn.“

daffaniger3.jpg

Isatu segir ástand fjölskyldunnar hafa verið afar slæmt þegar þau fyrst komu yfir landamærin. „Börnin mín voru mjög veikburða. En eftir að við fengum aðstoð hjá SOS Barnaþorpunum hefur ástandið batnað mikið“ en fjölskyldan hefur fengið neyðaraðstoð hjá samtökunum undanfarnar vikur. „Við vorum send á heilsugæsluna og börnin mín fengu viðeigandi aðstoð vegna vannæringar. Þá fara þau á barnvæna svæðið hjá SOS á hverjum degi þar sem þau fá menntun, sálfræðiaðstoð og geta leikið við önnur börn. Þeim líður mun betur nú heldur en áður,“ segir Isatu.

Á næstu mánuðum munu fjölskyldur í Diffa sem fá reglubundna neyðaraðstoð hjá SOS verða skjólstæðingar Fjölskyldueflingar á svæðinu. „Ég get ekki beðið eftir að komast inn í verkefnið. Ég ætla að fá aðstoð við að stofna lítið fyrirtæki og börnin mín fá að fara í skóla. Ég ætla að gera hlutina vel og verð sjálfstæð kona innan skamms. Nú horfum við bara fram á veginn!“ segir Isatu.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr