„Hugsa oft til líffræðilegra foreldra minna“
Frásögn Nensi sem ólst upp í SOS Barnaþorpi í Króatiu. Myndin af henni var tekin í tilefni 25 ára afmæli SOS í Króatíu.
Ég heiti Nensi og er tuttugu og níu ára gömul. Ég kom í SOS Barnaþorpið í Lekenik í Króatíu þegar ég var tólf ára með systur minni, Ines, sem er sex árum yngri en ég. Ég man þegar við komum fyrst í þorpið, hvað ég var hrædd.
Þegar mamma dó var Ines aðeins þriggja ára. Fljótlega eftir það veiktist pabbi andlega og ég þurfti að sjá um Ines.
Þegar við komum í þorpið vorum við velkomnar inn á heimili hjá SOS móðurinni Gordana. Þar eignuðumst við líka systkini og þetta fyrirkomulag, að mynda fjölskyldur, er eitthvað sem mér finnst frábært. SOS móðir okkar studdi okkur í einu og öllu og hafði mikil áhrif á það hvaða leiðir ég fór í lífinu.
Ég hugsa oft til líffræðilegra foreldra minna og hversu erfitt líf okkar var. Áður en ég kom í barnaþorpið hafði ég til dæmis aldrei séð þvottavél áður. Ég vissi ekki hvernig baðherbergi leit út og vissi ekki að maður gæti farið reglulega í sturtu.
Ég starfa sem hjúkrunarfræðingur í dag og á fallega fjölskyldu. Ég er gift ástinni minni, honum Robi og við eigum tvær yndislegar stúlkur saman. Robi er frábær faðir og Ines er uppáhalds frænka stelpnanna. Þrátt fyrir alla erfiðleikana í lífinu hefur mig alltaf langað til að eignast fjölskyldu og ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp í SOS Barnaþorpi.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.