Jákvæðar uppeldisaðferðir SOS hafa góð áhrif
Gustavo*, 10 ára strákur frá Brasilíu, missti oft stjórn á skapi sínu þegar erfiðleikar báru að garði. Í skólanum var hann ofbeldisfullur og dónalegur við kennara og hverjum degi tók hann viðvörunarbréf með sér heim.
Síðastliðin þrjú ár hefur Gustavo tekið þátt í starfi samfélagsmiðstöðvarinnar í Vargem Grande, sem er eitt fátækasta hverfið í São Paulo. Í miðstöðinni er unnið með 42 fjölskyldum og 107 börn fá athygli og aðgang að frístundastarfsemi eftir skóla.
Iolanda*, móðir Gustavo, átti erfitt með að sinna vinnunni sinni vegna vandamála Gustavo og var hrædd um að sonur hennar myndi lenda í götuslagsmálum vegna skapgerðar sinnar. Því hafði hún samband við samfélagsmiðstöð SOS.
Þegar Gustavo kom fyrst til miðstöðvarinnar átti hann erfitt um vik. Hann var undir handleiðslu frá Luciene Aparecida de Araújo, SOS kennara, sem sagði hann ekki hafa samskipti við aðra nemendur. „Hann tók ekki þátt í verkefnum og varð mjög reiður og braut hluti þegar aðrir nemendur stríddu honum.“
Eftir að hafa reynt að hafa áhrif á hegðun Gustavo án árangurs ákvað Luciene að fá þjálfun í kvíðastjórnun og jákvæðum uppeldisaðferðum. Þjálfunin bar góðan árangur og í stað þess að vera refsað fyrir slæma hegðun fékk Gustavo hrós og hvatningu til góðra verka. Gustavo hóf að svara fyrir sig þegar önnur börn stríddu honum og sýndi sínar bestu hliðar. Fljótlega hættu börnin að stríða honum og honum leið mun betur í þessu jákvæða umhverfi.
Iolanda gefur starfsemi SOS miðstöðvarinnar góða söguna. Í miðstöðinni lærði hún betri samskiptareglur við son sinn; að beita þolinmæði og samræðum í stað refsinga. Gustavo er nú nánari móður sinni og sýnir henni meiri væntumþykju en áður.
Verkinu er ekki lokið enn og Gustavo á ennþá við námsörðugleika að stríða. Hann getur hvorki lesið né skrifað vel en með aðstoð foreldra sinna stefnir hann á að ná árangri. Hann er þegar byrjaður að skipuleggja framtíðina og vill gerast lögreglumaður í framtíðinni svo hann geti barist við hið illa með góðu.
Kátia Aparecida Gomes, sem sér um fjölskyldueflingu SOS á svæðinu, segir sögu Gustavo sýna hversu mikilvægt það er að vinna með fjölskyldum sem þurfa uppeldisaðstoð á jafningjagrundvelli. „Hegðun hans á heimilinu breyttist vegna þess að hann hefur lært að virða bekkjarfélaga sína og takast á við átök, og hann veit að hann er elskaður. Þegar hann fer heim kennir hann fjölskyldu sinni þau gildi sem hann hefur lært.“
*Nöfnum í greininni hefur verið breytt vegna persónuverndar.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.