Kennarastarfið það mikilvægasta í heimi
Yaya tekur starf sitt sem kennari afar alvarlega. Hún segir starf sitt vera það mikilvægasta í heimi; að móta huga unga fólksins. Yaya hefur verið kennari í SOS grunnskólanum í Abobo-Gare á Filabeinsströndinni í 25 ár, en hún kennir frönsku og stærðfræði. Yaya er orðin 57 ára gömul og segist eiga sín bestu ár eftir sem kennari.
„Ég kenni fyrsta bekk en börn á þeim aldri eru svo áhugasöm. Hugur þeirra þráir að drekkja í sig þekkingu. Því meira sem ég kenni þeim, því stærri og áhugaverðari verður heimurinn fyrir þeim. Það veitir mikla ánægju að fylgjast með nemendum mínum eflast og bæta við þekkingu sína,“ segir Yaya.
Yaya byrjaði að kenna í SOS skólanum fyrir 25 árum en áður kenndi hún í ríkisreknum skóla.
„Fyrst og fremst heillaði skólabyggingin mig en hún var afar falleg, og umhverfið í kring æðislegt. Svo þegar ég komst að því hvað SOS Barnaþorpin vinna frábært starf með börnunum, var ég ekki lengi að taka starfinu.“
„Við erum mjög heppin hér í þessum skóla. Við erum með frábæra aðstöðu en hér er stórt bókasafn, tölvuherbergi, matsalur og salerni. Þá er fjöldi nemenda í hverjum bekk hæfilegur, en í sumum skólum er fjöldinn alltof mikill, stundum 80 eða 90 börn í einum bekk,“ segir Yaya.
Hún segir starfið hjá SOS mjög skemmtilegt en einnig krefjandi þar oft starfar hún með börnum sem koma ekki frá góðum heimilum.
„Það var einn nemandi í fyrra sem mætti mjög sjaldan í skólann. Hann fann alltaf ástæður til að mæta ekki í skólann. Drengurinn gat hvorki skrifað né lesið, lenti oft í slagsmálum á skólalóðinni og eyðilagði námsgögn. Drengurinn fékk engan stuðning frá foreldrum sínum sem gjörsamlega braut hjartað í mér. Um svona mál hugsa ég oft um áður en ég fer að sofa á kvöldin,“ segir Yaya að lokum.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.