SOS sög­ur 24.janúar 2018

Kunnu ekki að borða með skeið

Kunnu ekki að borða með skeið

Mel­issa og Mel­ina eru níu ára tví­bur­ar sem búa í SOS Barna­þorp­inu í Lusaka í Sam­b­íu. Þeg­ar þú sérð aðra þeirra veistu að hin er ekki langt frá. Oft­ast ganga þær um þorp­ið hönd í hönd enda mikl­ar vin­kon­ur. En eins mik­ið og þær elska hvor aðra geta þær rif­ist eins og kött­ur og hund­ur og því þarf SOS móð­ir þeirra stöð­ugt að fylgj­ast með.

„Það er stöð­ug bar­átta,“ seg­ir SOS móð­ir þeirra Jenip­her. „Þær eiga sitt­hvort rúm­ið en samt fer önn­ur þeirra alltaf upp í til hinn­ar. Þær eiga það báð­ar til að pissa í rúm­ið og þá fer rifr­ild­ið af stað um hver gerði það,“ seg­ir hún og hlær.

Tví­bur­arn­ir komu í barna­þorp­ið árið 2011, þá þriggja ára. „Þær voru afar vannærð­ar og þreytt­ar. Gátu sof­ið al­veg enda­laust og vildu ekki tala við neinn. Þeg­ar þær voru vak­andi sátu þær oft á rúm­inu sínu og rugg­uðu sér fram og til baka. Þær vildu ekk­ert borða en horfðu bara á mat­inn. Það var þá sem ég fatt­aði að þær kunnu ekki að halda á skeið. Þeg­ar þær byrj­uðu loks að borða, ældu þær oft fljót­lega eft­ir mál­tíð þar sem lík­am­inn réð hrein­lega ekki við mat­inn,“ seg­ir Jenip­her.

Stúlk­urn­ar hittu aldrei líf­fræði­lega móð­ur sína þar sem hún lést fljót­lega eft­ir fæð­ingu. Fað­ir þeirra gat ekki séð fyr­ir þeim og því dvöldu þær á mun­að­ar­leys­ingja­heim­ili í tvö ár áður en þær komu í barna­þorp­ið. „Ég held að stelp­urn­ar hafi ver­ið í rúm­inu sínu all­an dag­inn á mun­að­ar­leys­ingja­heim­il­inu,“ seg­ir Jenip­her. „Þær kunnu ekki að tjá sig og höfðu aug­ljós­lega aldrei upp­lif­að ást og um­hyggju.“

Tví­bura­systr­un­um geng­ur vel í dag þrátt fyr­ir að ein­hver vanda­mál séu enn til stað­ar. Mel­ina ætl­ar að verða flug­mað­ur á með­an Mel­issa stefn­ir á að verða lög­reglu­kona. „Ég elska þær af öllu hjarta og hlakka mik­ið til fram­tíð­ar­inn­ar með þeim,“ seg­ir Jenip­her.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr