SOS sögur 10.apríl 2018

Lágu hreyfingarlaus í sandinum

Víetnam: Þrír ungir bræður standa í flæðarmálinu og mæna út á hafið sem virðist endalaust. Þeir eru að bíða eftir foreldrum sínum sem fóru í bátsferð. Foreldrarnir koma ekki aftur. Bræðurnir mæta aftur á ströndina daginn eftir og horfa til hafs. Þannig liðu nokkrir dagar.

Hien* var átta ára þegar þetta var, yngstur bræðranna. Hann man vel eftir þessum dögum. Að lokum fengu þeir fréttirnar: Foreldrar þeirra höfðu drukknað og lík þeirra voru borin á land. Hien skyldi ekki alveg hvað hafði gerst heldur komst í uppnám þar sem foreldrar hans lágu bara hreyfingarlaus í sandinum en komu ekki til hans til að taka utan um hann eins og þau voru vön eftir bátsferðir.

Í kjölfarið bjuggu bræðurnir þrír einir. Engir foreldrar. Enginn forráðamaður. Enginn til að mæta þörfum þeirra.

Að lokum greip kerfið þó inn í og drengirnir fengu SOS-móður og heimili í SOS Barnaþorpinu í Thanh Hoa og styrktarforeldra frá fjarlægum löndum.

Loksins gat Hien aftur sagt „mamma“. Hann fór aftur í skóla og gekk vel í náminu.

Nú eru tíu ár síðan Hien og bræður hans misstu foreldra sína. Hann er orðinn 18 ára, býr á ungmennaheimili SOS Barnaþorpsins og undirbýr sig fyrir sjálfstætt líf. Bræður hans eru orðnir fullorðnir og standa á eigin fótum, báðir með vinnu.

Sjálfur stefnir Hien á háskólanám.

Þú getur líka gerst styrktarforeldri munaðarlauss eða yfirgefins barns í SOS Barnaþorpi. Smelltu hér.

 

*Ekki hans rétta nafn.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr