SOS sög­ur 4.júní 2024

Lamia og fót­bolta­draum­ur­inn

Lamia og fótboltadraumurinn

Lamia* býr í Jórdan­íu. Hún er 16 ára og æfir fót­bolta. Hún hef­ur frá unga aldri elsk­að að spila fót­bolta. Hana dreym­ir um að verða at­vinnu­kona í fót­bolta og til að draum­ur henn­ar ræt­ist ferð­ast hún lang­ar leið­ir til að mæta á fót­boltaæf­ing­ar. Þrisvar í viku fer Lamia á æf­ingu í Amm­an en þang­að ferð­ast hún með rútu sem tek­ur a.m.k. tvo klukku­tíma hvora leið.

Ungmennaheimili SOS Barnaþorpanna

Lamia ólst upp í barna­þorp­inu í Ir­bid í Jórdan­íu en býr nú á ung­menna­heim­ili SOS ásamt sjö stelp­um. Stelp­urn­ar fluttu inn á ung­menna­heim­il­ið þeg­ar þær voru 14 ára en það er hluti af SOS Barna­þorp­un­um í Jórdan­íu. Þar búa þrjár SOS mömm­ur með þeim og að­stoða þær og und­ir­búa til að tak­ast á við verk­efni fram­tíð­ar­inn­ar.

Lamia og stelpurnar á ungmennaheimilinu ásamt SOS mömmunni Nayfa. Mynd: Martin Hanebeck Lamia og stelpurnar á ungmennaheimilinu ásamt SOS mömmunni Nayfa. Mynd: Martin Hanebeck

Lamia byrj­aði að æfa fót­bolta þeg­ar hún var 7 ára. SOS mamma henn­ar, Na­yfa, seg­ir að hún sé mjög metn­að­ar­full og stefni á að verða at­vinnu­kona í fót­bolta. Hún taki bolt­ann með sér hvert sem hún fer. Hún vill verða sterk og sjálf­stæð kona.

Lamia með verðlaunapeningana sína. Mynd: Martin Hanebeck Lamia með verðlaunapeningana sína. Mynd: Martin Hanebeck

Góð fyrirmynd

Lamia kem­ur stund­um í heim­sókn í barna­þorp­ið sem hún ólst upp í. Hún er mjög hlý og góð við börn­in og henni þyk­ir mjög vænt um stelp­urn­ar í þorp­inu. Henni finnst skemmti­legt að spila við stelp­urn­ar sem hún spil­aði við þeg­ar hún var lít­il.

Lamia og vin­kon­ur henn­ar eru mjög ánægð­ar og stolt­ar af því að all­ar stelp­ur geti spil­að fót­bolta. Hana lang­ar að segja stelp­um sem spila fót­bolta að elta drauma sína og gef­ast aldrei upp, sama hvað.

*Nöfnum hefur verið breytt til að gæta persónuverndar.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr