SOS sög­ur 14.nóvember 2023

Mæðg­in sam­ein­uð á ný

Mæðgin sameinuð á ný

Þeg­ar Tamrat var fjög­urra ára hvarf móð­ir hans skyndi­lega. Hún vann sem ræst­inga­kona í borg­inni Jimma í Eþí­óp­íu fyr­ir nokkr­ar fjöl­skyld­ur og Tamrat fylgdi henni þeg­ar hún fór hús úr húsi. Dag einn skildi mamm­an litla dreng­inn eft­ir á einu heim­il­inu. Fjöl­skyld­an ann­að­ist Tamrat á með­an yf­ir­völd leit­uðu að móð­ur­inni, en án ár­ang­urs.

Eft­ir um það bil mán­uð flutti Tamrat inn í SOS barna­þorp­ið í Jimma. „Hann var ró­legt, feimið barn. Í upp­hafi grét hann mik­ið á nótt­unni,“ seg­ir SOS móð­ir­in Bizu­nesh sem tók á móti Tamrat litla. Smám sam­an fór hon­um að líða bet­ur og hann byrj­aði á leik­skóla, lék sér með hinum börn­un­um í barna­þorp­inu og sýndi sér­staka hæfi­leika í fót­bolta.

SOS móðirin Bizunesh tók á móti Tamrat litla þegar hann kom í barnaþorpið eftir að mamma hans hafði yfirgefið hann. SOS móðirin Bizunesh tók á móti Tamrat litla þegar hann kom í barnaþorpið eftir að mamma hans hafði yfirgefið hann.

Mamm­an birt­ist skyndi­lega í barna­þorp­inu

Fyrstu fimm árin vildi Tamrat ekki minn­ast á blóð­móð­ur sína fyrr en dag einn þeg­ar hún birt­ist skyndi­lega í barna­þorp­inu. Hún hafði þá ver­ið að leita að drengn­um sín­um og fyrr­um vinnu­veit­andi hafði vís­að henni á SOS barna­þorp­ið. Móð­ir hans hafði ver­ið svo illa stödd á sín­um tíma að hún gat ekki séð fyr­ir Tamrat og taldi hon­um fyr­ir bestu að al­ast upp hjá ein­hverj­um öðr­um. Á þess­um fimm árum sem mæðg­in­in voru að­skil­in hafði móð­ir hans gifst skóla­kenn­ara. Þau eiga nú hús í Jimma og búa við stöð­ug­an fjár­hag.

„Þess­ir end­ur­fund­ir glöddu dreng­inn mik­ið og móð­ir hans hélt áfram að koma á hverj­um sunnu­degi með ávexti með­ferð­is,“ seg­ir SOS mamm­an Bizu­nesh. Síð­ar þeg­ar hún spurði Tamrat hjá hvorri móð­ur­inni hann vildi frek­ar búa, svar­aði hann: „Ég elska ykk­ur báð­ar, en ég vil búa með blóð­móð­ur minni.“

Ég elska ykkur báðar, en ég vil búa með blóðmóður minni. Tamrat

Meiri áhersla lögð á að sam­eina börn og for­eldra

SOS Barna­þorp­in í Eþí­óp­íu hafa und­an­far­ið lagt í meira mæli áherslu á að sam­eina börn kyn­for­eldr­um sín­um að nýju þeg­ar það er mögu­legt. Hjá Tamrat tók við að­lög­un­ar­ferli og sál­fræð­ing­ur SOS Barna­þorp­anna und­ir­bjó Tamrat fyr­ir flutn­ing til  móð­ur hans. Tamrat m.a. fékk ráð­legg­ing­ar um hvernig hann gæti orð­ið hluti af nýja hverf­inu, til dæm­is með því að ganga í fót­bolta­fé­lag.

Eft­ir tveggja ára und­ir­bún­ing, árið 2018, flutti Tamrat heim til móð­ur sinn­ar og stjúp­föð­ur. Tamrat er orð­inn 15 ára og býr í dag með móð­ur sinni, stjúp­föð­ur og litlu syst­ur. Hann er í 8. bekk í einka­skóla sem SOS Barna­þorp­in að­stoða við að greiða fyr­ir. Tamrat er orð­inn 15 ára og býr í dag með móð­ur sinni, stjúp­föð­ur og litlu syst­ur. Hann er í 8. bekk í einka­skóla sem SOS Barna­þorp­in að­stoða við að greiða fyr­ir.

Á þessum fimm árum sem mæðginin voru aðskilin hafði móðir hans gifst skólakennara. Þau eiga nú hús í Jimma og búa við stöðugan fjárhag. Á þessum fimm árum sem mæðginin voru aðskilin hafði móðir hans gifst skólakennara. Þau eiga nú hús í Jimma og búa við stöðugan fjárhag.

Það var erfitt að kveðja hann

SOS móð­ir Tamrat og systkini héldu kveðju­at­höfn fyr­ir hann og fylgdu hon­um alla leið frá barna­þorp­inu að nýju heim­ili hans í út­hverfi Jimma. „Það var erfitt að kveðja hann en ég skil hann vel. Og við get­um enn heim­sótt hann og heils­að,“ seg­ir SOS móð­ir­in Bizu­nesh sem heim­sæk­ir hann reglu­lega.

SOS Barna­þorp­in styðja fjöl­skyld­una á ýms­an hátt eins og um mat­væli og upp­eld­is­fræðslu. Þá er vel fylgst með skóla­göngu drengs­ins og heilsu fjöl­skyld­unn­ar. Tamrat er klár strák­ur, góð­ur í stærð­fræði og dreym­ir um að verða end­ur­skoð­andi.

Fyr­ir utan hús­ið eru hæn­ur í garði með ávaxta­trjám. Móð­ir Tamrat sel­ur hæn­urn­ar til að vinna sér inn smá auka­tekj­ur fyr­ir fjöl­skyld­una. Tamrat tek­ur hænu í fang­ið og held­ur í gogg­inn. Hann er van­ur að hjálpa mömmu sinni með heim­il­is­verk­in.

Tamrat tekur hænu í fangið og heldur í gogginn. Hann er vanur að hjálpa mömmu sinni með heimilisverkin. Tamrat tekur hænu í fangið og heldur í gogginn. Hann er vanur að hjálpa mömmu sinni með heimilisverkin.

Ánægð­ur með að fá fjöl­skyld­una sína aft­ur

„Ég var mjög ánægð­ur með að fá fjöl­skyld­una mína aft­ur. Mér finnst mjög gam­an að leika við litlu syst­ur mína,“ seg­ir Tamrat sem hef­ur einnig geng­ið til liðs við knatt­spyrnu­fé­lag­ið á staðn­um, þar sem hann æfir með hverf­is­strák­un­um eft­ir skóla. „Ég sé að hann er miklu ánægð­ari núna. Í byrj­un vildi hann frek­ar spila fót­bolta í barna­þorp­inu en núna spil­ar hann með nýju vin­um sín­um,“ seg­ir SOS móð­ir hans Bizu­nesh.

Viðtal og myndir: Anne Kidmose, SOS í Danmörku.

Móðir Tamrats hafði leitað mikið að stráknum sínum eftir að henni fór að ganga betur. Nú eru þau sameinuð á ný. Móðir Tamrats hafði leitað mikið að stráknum sínum eftir að henni fór að ganga betur. Nú eru þau sameinuð á ný.
SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr